Sjö milljörðum meira í bætur 22. nóvember 2004 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um rannsókn á fjölgun öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega. Öryrkjum fjölgaði um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. Allt bendir til að öryrkjum fjölgi meira á þessu ári en árunum á undan. Konum fjölgar meira í hópi öryrkja en körlum. Mest var það á fyrstu þremur mánuðum ársins en þá fjölgaði konum um 29 prósent umfram það sem var árið á undan. Einnig er mikil breyting meðal öryrkja sem hafa lokið háskólaprófi. Þeir voru 4,8 prósent fyrir fáum árum en eru nú 14,3 prósent. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörðum króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö milljarða króna. Ljóst er að á þessu ári munu bæturnar aukast enn frekar. Í maí á þessu ári voru öryrkjar 11.498, en voru árið 1986 samtals 3.617. Um áramót voru 4.6 prósent karla og 7.6 prósent kvenna í landinu örorkulífeyrisþegar. Þegar bornar eru saman tölur um fjölgun milli ára kemur í ljós, að nýjum öryrkjum á skrá fjölgaði um 373 árið 2002, 444 árið 2003 og 550 á þessu ári. Hlutfallsleg aukning milli áranna 2002 og 2003 var nítján prósent en 24 prósent á milli 2003 og 2004. Tryggingastofnun bendir á að í mars 2003 hafi fyrirkomulagi á mati örorku verið breytt, þegar það færðist úr höndum lækna Tryggingastofnunar til lækna sem annast örorkumöt sem verktakar. Af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að þessi ráðstöfun hafi leitt til þess að synjunum hafi fækkað, en þeim tilvikum sem metin séu til 75 prósent örorku fjölgi ört.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira