Aðför að atvinnuvegunum 5. desember 2004 00:01 Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um vaxtahækkun Seðlabankans frá því í síðustu viku. Einar Oddur Kristjánsson telur þær auka á ójafnvægið í samfélaginu og tefla framtíð atvinnuveganna í tvísýnu. Seðlabankastjóri segist ekki tjá sig um gagnrýni stjórnmálamanna á aðgerðir bankans. Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti talsvert í síðastliðinni viku og bar málið á góma í umræðum um fjárlög á Alþingi fyrir helgi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi bankann harkalega vegna þeirra gengishækkana sem af framtakinu leiða. "Það hlýtur að vera mjög ámælisvert og ástæða til þess að tala til þessara manna í fullri alvöru," sagði hann á föstudaginn. Einar Oddur finnur vaxtahækkununum flest til foráttu. "Vaxtahækkanir auka á það ójafnvægi sem er í þessu þjóðfélagi. Gengið hækkar og setur framleiðsluatvinnuvegina alveg út á gaddinn," segir hann og kveðst ekki skilja hvers vegna Seðlabankinn hafi í tvö ár horft aðgerðalaus á viðskiptabankana taka hundruðir milljarða króna í erlendum lánum til að lána einstaklingum landinu. "Mér finnst þetta ofboðslegur glannaháttur," bætir hann við og segir að hægur vandi sé fyrir bankann að hækka kröfur um eiginfjárhlutfall lánastofnana eða beita svonefndri bindiskyldu þannig að stærri hluti fjármagns sé bundinn inni í bankanum. Engum dylst að þensluáhrifa er farið að gæta í samfélaginu, einkum vegna hækkunar eldsneytisverðs og íbúðarverðs. Einar telur orsök íbúðarverðs vera aukið framboð lánsfjár. "Seðlabankinn horfir á það brostnum augum að allt þetta fé streymi inn í landið. Síðan þykist þessi sami seðlabanki geta sagt okkur sem erum að halda utan um ríkisfjármálin til syndanna. Mér gremst þetta. Það verður að tala við þessa menn með tveimur hrútshornum," segir hann en telur þó ofmælt að hann hafi stungið upp á að bankastjórarnir yrðu reknir, því hafi hann eingöngu varpað fram í hálfkæringi í andsvörum. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri sagði í samtali við blaðið að bankinn tjái sig aldrei um gagnrýni stjórnmálamanna á störf sín. Á þeirri reglu verði ekki gerð undantekning nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira