Deilt um Írak 7. desember 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson". Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi. "Þetta er ósvífið og rangt," sagði Steingrímur J. "Það var aldrei rætt fyrir 19. mars 2003 að til greina kæmi að styðja árás á Írak án nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna". Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að hún ætti að hætta að ræða fortíðina einu sinni í viku og ræða frekar um framtíðina. Benti forsætisráðherra á að danskir jafnaðarmenn hefðu nýverið samþykkt áframhaldandi veru danska hersins í Írak þótt þeir hefðu verið á móti því að vera á lista hinna viljugu þjóða. "Er Samfylkingin ósammála dönskum jafnaðarmönnum?" Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar svaraði: "Við erum sammála spænskum jafnaðarmönnum". Las Mörður síðan upp orð Halldórs Ásgrímssonar frá 27. janúar 2003. Þá sagði Halldór í þingræðu: "Ef í ljós kemur að hann býr ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá er málið væntanlega leyst." Lagði Mörður út af ummælunum og sagði: "Þá lá ekki á að koma Saddam Hússein frá!". Halldór varðist árásum andstæðinga út af ummælum hans um að ákvörðun um að vera með viljugum þjóðum hefði ekki verið formlega samykkt í ríkisstjórn. Sagði Halldór að málið hefði ekki verið lagt fyrir ríkisstjórn frekar en afstaða Íslands til ýmissa ályktana Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann öðru máli gegna um Írak og Afganistan en Bosníu og Kosovo því í síðari aðgerðunum tveimur hefðu Íslendingar tekið þátt sem aðilar að NATO. Steingrímur J. Sigfússon sagði að upp úr stæði í umræðunni að stjórnarandstaðan hefði gert Halldóri rangt til. Það hefðu ekki verið tveir menn sem tóku þessa ákvörðun: "Það var bara einn maður. Hann heitir Davíð Oddsson".
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira