Vilja fá veiðileyfagjaldið 8. desember 2004 00:01 Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira