Justeat.is er framtíðin 10. desember 2004 00:01 "Hugmyndin á bak við Justeat er sú að fólk geti farið inn á justeat.is og pantað sér mat á Netinu. Það skráir inn allar nauðsynlegar upplýsingar, eins og heimilisfang og síma, í fyrsta sinn sem það skráir sig inn. Síðan getur það skoðað veitingastaði í sínum landshluta og skoðað bestu tilboðin hverju sinni og pantað mat heim til sín eða sótt," segir Þröstur. "Justeat.dk er ein stærsta og vinsælasta viðskiptavefsíða í Danmörku. Nú er hún að flytja sig bæði til Bretlands og Noregs en Ísland er fyrsta landið fyrir utan Danmörku þar sem útibú er opnað. "Við opnuðum fyrir um það bil einum og hálfum mánuði og erum núna með sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu skráða inn. Við ákváðum að byrja á suðvestur horninu og færa okkur síðan norður. Við stefnum á að hafa 25 veitingastaði skráða inn á síðuna í byrjun janúar og langtímamarkmiðið er auðvitað að hafa alla staði á landinu skráða inn. Í Danmörku eru sex hundruð staðir skráðir inn og fara um það bil fimmtíu þúsund pantanir í gegnum síðuna á mánuði," segir Þröstur en ekki eru aðeins skyndibitastaðir skráðir inn á justeat.is. "Nei, þetta eru í raun allir veitingastaðir sem bjóða upp á heimsendingu eða "Take-Away". Við erum með indverskan mat, mexíkóskan mat, kjúkling, pítsur og margt fleira." Þröstur telur kosti vefsíðunnar vera mikla og þetta sé komið til að vera. "Ef fólk er svangt þá þarf það bara að muna eitt: justeat.is. Það þarf ekki að muna nein númer né leita að einhverjum stað. Það sér allt inni á vefsíðunni og getur í þokkabót pantað á Netinu. Fólk sleppur líka við að þurfa að bíða í símanum og nánast engir möguleikar eru á því að viðskiptavinur fái vitlausa pöntun. Það þarf ekki að borga með kreditkorti á vefsíðunni og þegar pöntun er afgreitt fær viðskiptavinur alltaf staðfestingu um móttöku frá veitingastaðnum. Þetta er því 99,9 prósent öruggt." En er þetta fjárhagslega hagkvæmara? "Þetta á að vera ódýrara því að margir staðir eru með nettilboð í gangi eingöngu fyrir þá sem panta á Netinu. Þeir sem panta af vefsíðunni safna líka punktum sem hægt er að skipta út fyrir ýmsar vörur. Síðan erum við með ýmsa leiki í gangi til að hvetja fólk til að panta á Netinu," segir Þröstur sem er bjartsýnn á framtíð justeat.is. "Þetta er framtíðin." [email protected] Matur Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Hugmyndin á bak við Justeat er sú að fólk geti farið inn á justeat.is og pantað sér mat á Netinu. Það skráir inn allar nauðsynlegar upplýsingar, eins og heimilisfang og síma, í fyrsta sinn sem það skráir sig inn. Síðan getur það skoðað veitingastaði í sínum landshluta og skoðað bestu tilboðin hverju sinni og pantað mat heim til sín eða sótt," segir Þröstur. "Justeat.dk er ein stærsta og vinsælasta viðskiptavefsíða í Danmörku. Nú er hún að flytja sig bæði til Bretlands og Noregs en Ísland er fyrsta landið fyrir utan Danmörku þar sem útibú er opnað. "Við opnuðum fyrir um það bil einum og hálfum mánuði og erum núna með sjö veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu skráða inn. Við ákváðum að byrja á suðvestur horninu og færa okkur síðan norður. Við stefnum á að hafa 25 veitingastaði skráða inn á síðuna í byrjun janúar og langtímamarkmiðið er auðvitað að hafa alla staði á landinu skráða inn. Í Danmörku eru sex hundruð staðir skráðir inn og fara um það bil fimmtíu þúsund pantanir í gegnum síðuna á mánuði," segir Þröstur en ekki eru aðeins skyndibitastaðir skráðir inn á justeat.is. "Nei, þetta eru í raun allir veitingastaðir sem bjóða upp á heimsendingu eða "Take-Away". Við erum með indverskan mat, mexíkóskan mat, kjúkling, pítsur og margt fleira." Þröstur telur kosti vefsíðunnar vera mikla og þetta sé komið til að vera. "Ef fólk er svangt þá þarf það bara að muna eitt: justeat.is. Það þarf ekki að muna nein númer né leita að einhverjum stað. Það sér allt inni á vefsíðunni og getur í þokkabót pantað á Netinu. Fólk sleppur líka við að þurfa að bíða í símanum og nánast engir möguleikar eru á því að viðskiptavinur fái vitlausa pöntun. Það þarf ekki að borga með kreditkorti á vefsíðunni og þegar pöntun er afgreitt fær viðskiptavinur alltaf staðfestingu um móttöku frá veitingastaðnum. Þetta er því 99,9 prósent öruggt." En er þetta fjárhagslega hagkvæmara? "Þetta á að vera ódýrara því að margir staðir eru með nettilboð í gangi eingöngu fyrir þá sem panta á Netinu. Þeir sem panta af vefsíðunni safna líka punktum sem hægt er að skipta út fyrir ýmsar vörur. Síðan erum við með ýmsa leiki í gangi til að hvetja fólk til að panta á Netinu," segir Þröstur sem er bjartsýnn á framtíð justeat.is. "Þetta er framtíðin." [email protected]
Matur Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira