Gætu orðið rasssíðir við að smala 19. desember 2004 00:01 "Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær. Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
"Við kærum, það er engin spurning," segir Stefán Halldórsson, eigandi jarðarinnar Brúar á Jökuldal, en ríkið gerir kröfu um að eignast um 95 prósent þess lands sem fram til þessa hefur tilheyrt Brú. "Ég átti ekki von á þessu og hélt að menn hefðu dregið einhvern lærdóm af dómunum á Suðurlandi." Brú á Jökuldal er ein af stærstu jörðum landsins en Stefán kann ekki að nefna tölur þegar hann er spurður hve stór hún sé. "Ég er ekki með stærðina á hraðbergi en einhvers staðar stendur að jörðin sé á stærð við Færeyjar," segir hann og bendir á að til séu heimildir frá um 1500 þar sem skýrt sé kveðið á um að löndin tilheyri Brú. Stefán hefur vitaskuld farið með jörðina sem sína eigin og meira að segja veitt ríkinu leyfi til að friðlýsa svæði innan hennar. "Ríkið óskaði eftir að fá að friðlýsa hluta landsins og síðar var beðið um að fá að breyta mörkum friðlandsins út af hugsanlegri virkjun. Ég veitti auðvitað þessi leyfi," segir Stefán og finnst heldur öfugsnúið að nú skuli ríkið koma og þykjast eiga jörðina. Laufey Bjarkadóttir býr á Hafrafellstungu I í Öxarfjarðarhreppi og er jafn hlessa á úrskurði Óbyggðanefndar og Stefán á Brú. "Við erum eiginlega orðlaus," segir hún, enda til gömul skjöl með greinilegum landamerkjum sem sýni hvað heyri til Hafrafellstungu og hvað ekki. "Ég hélt að við myndum fá að halda þessu landi því þetta er svo sem ekki þannig svæði að menn séu mikið að ferðast um það," svarar hún spurð hverju hún hafi búist við af hálfu ríkisins. "Þetta eru bara stór heiðalönd. Ég skil að ríkið vilji það land sem liggur að Jökulsá á Fjöllum, Hólsfjöllin, Dettifoss og fleira. Ég skil hins vegar ómögulega að ríkið vilji landið mitt hér uppi á heiði þar sem ekkert er nema fljúgandi fugl og ær á beit." Landeigendum ber, lögum samkvæmt, að smala lönd sín hvort sem þeir eiga kindur eða ekki. Ríkið þyrfti að axla þær skyldur ef gengið yrði að kröfum þess. Þrjá daga tekur að smala heiðar Hafrafellstungu. "Ja, þeir gætu orðið rasssíðir við að smala," segir Laufey og hlær.
Dómsmál Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira