Samfylkingin tapar fylgi 20. nóvember 2005 03:30 Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig fylgi nýtur ríkisstjórnin ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Samfylkingin dalar hins vegar nokkuð á meðan vinstri grænir bæta stöðu sína. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna. Framsóknarflokkurinn fengi, ef kosið yrði til Alþingis nú, 9,9 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 38,7 prósent, Frjálslyndi flokkurinn 3,4 prósent, Samfylkingin 29,4 prósent og Vinstri hreyfingin - grænt framboð 18,2 prósent. Sé miðað við skoðanakönnun blaðsins frá því í maí á þessu ári stendur fylgi Framsóknarflokksins í stað en færri segjast aftur á móti styðja frjálslynda nú en þá. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um 2,5 prósentustig og VG um 4,1 prósentustig en Samfylkingin dalar hins vegar nokkuð, eða um 4,6 prósentustig. "Hvað Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna varðar er þetta í takt við okkar tilfinningu að undanförnu," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir hins vegar erfitt að skýra hvað ráði mestu um fylgisaukningu flokks síns. "Auðvitað er samt ánægjulegt þegar leiðin liggur upp á við, en rétt að undirstrika um leið að það er aðeins ein skoðanakönnun sem gildir. Hún er haldin á fjögurra ára fresti og heitir kosningar." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér mjög á óvart. "Flokkar hafa tilhneigingu til að fara talsvert upp þegar eitthvað er að gerast. Hjá okkur var formannskjör og landsfundur í maí og þá fórum við verulega upp. Núna var hið sama uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum." Þótt fylgi flokksins hafi dalað frá því að Ingibjörg Sólrún varð formaður hans telur hún ekki orsakasamhengi þar á milli. "Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt þessu og það er augljóst að það er fyrir tilstilli vinstri grænna. Ég er bærilega sáttur við það," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig fylgi nýtur ríkisstjórnin ekki stuðnings meirihluta kjósenda. Samfylkingin dalar hins vegar nokkuð á meðan vinstri grænir bæta stöðu sína. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna. Framsóknarflokkurinn fengi, ef kosið yrði til Alþingis nú, 9,9 prósent atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 38,7 prósent, Frjálslyndi flokkurinn 3,4 prósent, Samfylkingin 29,4 prósent og Vinstri hreyfingin - grænt framboð 18,2 prósent. Sé miðað við skoðanakönnun blaðsins frá því í maí á þessu ári stendur fylgi Framsóknarflokksins í stað en færri segjast aftur á móti styðja frjálslynda nú en þá. Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst um 2,5 prósentustig og VG um 4,1 prósentustig en Samfylkingin dalar hins vegar nokkuð, eða um 4,6 prósentustig. "Hvað Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna varðar er þetta í takt við okkar tilfinningu að undanförnu," segir Árni Mathiesen fjármálaráðherra. Hann segir hins vegar erfitt að skýra hvað ráði mestu um fylgisaukningu flokks síns. "Auðvitað er samt ánægjulegt þegar leiðin liggur upp á við, en rétt að undirstrika um leið að það er aðeins ein skoðanakönnun sem gildir. Hún er haldin á fjögurra ára fresti og heitir kosningar." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðurnar ekki koma sér mjög á óvart. "Flokkar hafa tilhneigingu til að fara talsvert upp þegar eitthvað er að gerast. Hjá okkur var formannskjör og landsfundur í maí og þá fórum við verulega upp. Núna var hið sama uppi á teningnum hjá Sjálfstæðisflokknum." Þótt fylgi flokksins hafi dalað frá því að Ingibjörg Sólrún varð formaður hans telur hún ekki orsakasamhengi þar á milli. "Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt þessu og það er augljóst að það er fyrir tilstilli vinstri grænna. Ég er bærilega sáttur við það," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira