Ógnað með símtali og SMS-skeytum 21. janúar 2005 00:01 Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira