Vinnan besta líkamsræktin 1. mars 2005 00:01 Vigdís Másdóttir, brúðuleikari og brúðustjórnandi, er ung og upprennandi leikkona sem þreytir inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans í þessari viku. Hún notar einfalda líkamsrækt til að halda sér í formi _- vinnuna. "Það er mjög einfalt hvernig ég held mér í formi. Sökum starfsins míns er ég stöðugt á hreyfingu og má segja að það sé eina eiginlega líkamsræktin sem ég stunda. Ég vinn mjög mikið. Ég er með tvær sýningar á dag í Brúðuleikhúsinu, hver í fjörutíu mínútur, og síðan þarf að setja sýninguna upp og taka hana niður aftur. Þá reyni ég aldeilis á mig þar sem sýningin er eins og fjörutíu mínútna eróbikk tími og ekki minna puð að setja hana upp og taka hana aftur niður," segir Vigdís en búningurinn hennar er mesta eróbikkið. "Ég er um það bil 1,90 cm þegar ég fer í búninginn en er í raun 1,81 á hæð. Hann er rosalegur þessi búningur og eiginlega út um allt. Það lekur af mér svitinn eftir hverja einustu sýningu. Annars finnst mér fýsískt leikhús mjög flott þar sem líkaminn er jafnvel notaður meira en texti. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að leikarar haldi sér í góðu formi." Vigdís notar líka daglegt amstur til að fá sinn skammt af hreyfingu. "Ef ég þarf að bera þunga kassa eða eitthvað slíkt þá nota ég það til að reyna á mig og fá smá líkamsrækt út úr því. Síðan reyni ég að fara í sund eins oft og ég get. Það er best í heimi. Ég borða líka hollan mat -- mikið af grænmeti og ég drekk mikið vatn. Ég er frekar meðvituð um það sem ég borða en ég "dett stundum í það" í óhollustu eins og maður segir -- sérstaklega núna um jólin. En ég hugsa sérstaklega um það sem ég borða þessa dagana því ég er að fara í inntökupróf og þarf að vera sem best á mig komin. Ég reyni að borða engan hvítan sykur og lítið af kolvetnum." Heilsa Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Vigdís Másdóttir, brúðuleikari og brúðustjórnandi, er ung og upprennandi leikkona sem þreytir inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans í þessari viku. Hún notar einfalda líkamsrækt til að halda sér í formi _- vinnuna. "Það er mjög einfalt hvernig ég held mér í formi. Sökum starfsins míns er ég stöðugt á hreyfingu og má segja að það sé eina eiginlega líkamsræktin sem ég stunda. Ég vinn mjög mikið. Ég er með tvær sýningar á dag í Brúðuleikhúsinu, hver í fjörutíu mínútur, og síðan þarf að setja sýninguna upp og taka hana niður aftur. Þá reyni ég aldeilis á mig þar sem sýningin er eins og fjörutíu mínútna eróbikk tími og ekki minna puð að setja hana upp og taka hana aftur niður," segir Vigdís en búningurinn hennar er mesta eróbikkið. "Ég er um það bil 1,90 cm þegar ég fer í búninginn en er í raun 1,81 á hæð. Hann er rosalegur þessi búningur og eiginlega út um allt. Það lekur af mér svitinn eftir hverja einustu sýningu. Annars finnst mér fýsískt leikhús mjög flott þar sem líkaminn er jafnvel notaður meira en texti. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að leikarar haldi sér í góðu formi." Vigdís notar líka daglegt amstur til að fá sinn skammt af hreyfingu. "Ef ég þarf að bera þunga kassa eða eitthvað slíkt þá nota ég það til að reyna á mig og fá smá líkamsrækt út úr því. Síðan reyni ég að fara í sund eins oft og ég get. Það er best í heimi. Ég borða líka hollan mat -- mikið af grænmeti og ég drekk mikið vatn. Ég er frekar meðvituð um það sem ég borða en ég "dett stundum í það" í óhollustu eins og maður segir -- sérstaklega núna um jólin. En ég hugsa sérstaklega um það sem ég borða þessa dagana því ég er að fara í inntökupróf og þarf að vera sem best á mig komin. Ég reyni að borða engan hvítan sykur og lítið af kolvetnum."
Heilsa Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira