Lúxuskerra með einstaka fjöðrun 11. mars 2005 00:01 Nú á hann Cadillac Civil árgerð 1995 sem hann er búinn að eiga í tvö og hálft ár. Viðar hefur alveg sérstaka ást á Kadilökkum. "Þetta er fjórði Kadilakkinn sem ég eignast, þetta eru slíkir eðalbílar og þennan keypti ég bæði af því að hann er svo flottur og svo er þetta lúxuskerra. Það er ekki síst fjöðrunin sem er engu lík, maður finnur aldrei fyrir misfellum í veginum heldur sígur niður með bílnum eins og í dúnmjúku rúmi væri," segir hann og hlær. Kadilakkinn er að sjálfsögðu fullbúinn flottum hljómflutningstækjum og æðislegur jafnt utan sem innan með fullkominni þjófavörn. "Fók heldur gjarnan að amerískir bílar eyði svo miklu, en það er misskilningur," segir Viðar. "Á langkeyrslu er þessi bíll að eyða níu á hundraði og við erum að tala um 300 hestafla mótor. Amerískir bílar eru ekki heldur dýrir í rekstri því varahlutirnir eru ódýrari en til dæmis í japanska bíla þó að oft þurfi sérpanta í þá amerísku. Þeir fást bara úti á hlægilegu verði." Viðar veit örugglega hvað hann syngur þvi hann er búinn að vera í þessum bransa í áratugi og nýlega opnaði hann glæsilegt bílaverkstæði, AB Bremsur og viðgerðir, í Akralind 1 í Kópavogi. "Þar er ég með rúmgott og bjart húsnæði og geri við allar tegundir bíla. Þótt við höfum reyndar sérhæft okkur í bremsuviðgerðum leggjum við auðvitað áherslu á að veita góða, persónulega og ódýra þjónustu og bjóðum alla hjartanlega velkomna með biluðu bílana sína." Bílar Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Nú á hann Cadillac Civil árgerð 1995 sem hann er búinn að eiga í tvö og hálft ár. Viðar hefur alveg sérstaka ást á Kadilökkum. "Þetta er fjórði Kadilakkinn sem ég eignast, þetta eru slíkir eðalbílar og þennan keypti ég bæði af því að hann er svo flottur og svo er þetta lúxuskerra. Það er ekki síst fjöðrunin sem er engu lík, maður finnur aldrei fyrir misfellum í veginum heldur sígur niður með bílnum eins og í dúnmjúku rúmi væri," segir hann og hlær. Kadilakkinn er að sjálfsögðu fullbúinn flottum hljómflutningstækjum og æðislegur jafnt utan sem innan með fullkominni þjófavörn. "Fók heldur gjarnan að amerískir bílar eyði svo miklu, en það er misskilningur," segir Viðar. "Á langkeyrslu er þessi bíll að eyða níu á hundraði og við erum að tala um 300 hestafla mótor. Amerískir bílar eru ekki heldur dýrir í rekstri því varahlutirnir eru ódýrari en til dæmis í japanska bíla þó að oft þurfi sérpanta í þá amerísku. Þeir fást bara úti á hlægilegu verði." Viðar veit örugglega hvað hann syngur þvi hann er búinn að vera í þessum bransa í áratugi og nýlega opnaði hann glæsilegt bílaverkstæði, AB Bremsur og viðgerðir, í Akralind 1 í Kópavogi. "Þar er ég með rúmgott og bjart húsnæði og geri við allar tegundir bíla. Þótt við höfum reyndar sérhæft okkur í bremsuviðgerðum leggjum við auðvitað áherslu á að veita góða, persónulega og ódýra þjónustu og bjóðum alla hjartanlega velkomna með biluðu bílana sína."
Bílar Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira