Íþrótt sem gefur mér mikið 15. mars 2005 00:01 "Ég hef mjög gaman af dansi og þá sérstaklega jazzballett. Ég var aðeins byrjuð að æfa jazzfunk hjá Yesmin í Kramhúsinu fyrir áramót. Það er virkilega skemmtilegt og gefandi. Planið er að fara á næsta námskeið hjá henni. Mér finnst mikilvægt að stunda íþrótt sem gefur mikið af sér í stað þess að hugsa um hvort brennslan sé nægileg. Það er þessi góða útrás sem skiptir öllu máli og að ég fíli íþróttina sem ég stunda, en þá öðlast ég kraft og innri ró," segir Halldóra en hún lætur dansinn ekki nægja. "Ég stunda einnig líkamsrækt og er að byrja í henni eftir langa pásu. Ég brenni á stigvélinni og geng á bretti með halla upp í móti og lyfti síðan á kvöldin. En mikilvægt er samt að halda í fjölbreytni hvað hreyfingu varðar og vera virkur í útivist. Ég er nú samt ekki í neinu rosalegu átaki heldur brenni þegar mér hentar og finnst voða gott að lyfta á kvöldin eftir langan dag." "Ég borða hollan og góðan mat, mikið af ávöxtum og grænmeti og drekk mikið af vatni, en það er mjög mikilvægt fyrir bæði heilsu og líðan að fá nóg af náttúrulegum vítamínum. Um helgar læt ég eftir mér og fæ mér sætindi og alls konar góðgæti, elda einhvern góðan rétt með karlinum mínum og fæ mér dýrindis eftirrétt. Stjana aðeins við mig. Virka daga hef ég nóg fyrir stafni og langar svo sem ekkert oft í sælgæti eða eitthvað óhollt þó löngunin læðist oft upp að manni. Þá er bara allt í lagi að leyfa sér stundum. Málið er að finna hinn gullna meðalveg," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir. Heilsa Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
"Ég hef mjög gaman af dansi og þá sérstaklega jazzballett. Ég var aðeins byrjuð að æfa jazzfunk hjá Yesmin í Kramhúsinu fyrir áramót. Það er virkilega skemmtilegt og gefandi. Planið er að fara á næsta námskeið hjá henni. Mér finnst mikilvægt að stunda íþrótt sem gefur mikið af sér í stað þess að hugsa um hvort brennslan sé nægileg. Það er þessi góða útrás sem skiptir öllu máli og að ég fíli íþróttina sem ég stunda, en þá öðlast ég kraft og innri ró," segir Halldóra en hún lætur dansinn ekki nægja. "Ég stunda einnig líkamsrækt og er að byrja í henni eftir langa pásu. Ég brenni á stigvélinni og geng á bretti með halla upp í móti og lyfti síðan á kvöldin. En mikilvægt er samt að halda í fjölbreytni hvað hreyfingu varðar og vera virkur í útivist. Ég er nú samt ekki í neinu rosalegu átaki heldur brenni þegar mér hentar og finnst voða gott að lyfta á kvöldin eftir langan dag." "Ég borða hollan og góðan mat, mikið af ávöxtum og grænmeti og drekk mikið af vatni, en það er mjög mikilvægt fyrir bæði heilsu og líðan að fá nóg af náttúrulegum vítamínum. Um helgar læt ég eftir mér og fæ mér sætindi og alls konar góðgæti, elda einhvern góðan rétt með karlinum mínum og fæ mér dýrindis eftirrétt. Stjana aðeins við mig. Virka daga hef ég nóg fyrir stafni og langar svo sem ekkert oft í sælgæti eða eitthvað óhollt þó löngunin læðist oft upp að manni. Þá er bara allt í lagi að leyfa sér stundum. Málið er að finna hinn gullna meðalveg," segir Halldóra Rut Bjarnadóttir.
Heilsa Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira