Besta skíðasvæði í heimi 13. apríl 2005 00:01 "Það hefur verið mikill áhugi fyrir Aspen og marga Íslendinga sem dreymir um að fara þangað. Margir halda að þetta sé mjög dýrt og erfitt að skipuleggja en við erum með allt þaulskipulagt og á frábæru verði," segir Jóhann Pétur Guðjónsson, annar eigandi GB ferða. "Fyrsta ferðin er farin 19. desember en það er jólaferð. Síðan verðum við með ferðir, með nokkrum undantekningum, alla mánudaga út mars á næsta ári. Hver ferð er tíu nætur en sú lengd á skíðaferð hentar mjög vel. Það er flogið frá Keflavíkurflugvelli klukkan 17.00 um eftirmiðdag og komið til Aspen klukkan 22.00 að kveldi sama dag þannig að allir tíu dagarnir nýtast í skíðaiðkun. Það er flogið beint til Aspen og er hótelið okkar aðeins fimm mínútum frá flugvellinum þannig að ferðalangar losna alveg við rútuferðir," segir Jóhann. Jóhann bjó í Aspen í þrjú ár og er svo sannarlega yfir sig hrifinn af staðnum. "Að mínu mati er þetta besta skíðasvæði í heimi. Þeir sem ég hef hitt sem hafa skíðað út um allan heim eru sammála mér. Þess má geta að í Aspen eru yfir 340 sólardagar á ári að meðaltali. Loftslagið í Aspen er einstakt. Það er þurrt, þannig að aldrei verður harðfenni og snjórinn verður aldrei blautur, heldur er hann léttur og góður. Það er einstaklega gott fyrir byrjendur að skíða í Aspen sem og lengra komna og það er einstaklega gott að læra á skíði á staðnum. Í Aspen eru fjögur fjöll, þannig að það er nóg úrval og lengsta brekkan er níu kílómetrar," segir Jóhann en brekkurnar í Aspen eru hannaðar þannig að allir fá sitt pláss. "Þegar öll gistirými eru uppbókuð í Aspen eru þrettán þúsund manns í bænum en flutningsgetan upp í fjöllin er 55.000 manns á sama tíma. Þannig er komið í veg fyrir að fólk lendi í því að bíða í biðröð eftir að komast upp í fjallið. Í Evrópu er algengt að dagurinn byrji á hálftíma biðröð bara eftir því að komast upp í fjallið en það er ekki raunin í Aspen." "Viðskiptavinir GB ferða gista á svítuhótelinu Aspen Meadows en þar eru stærstu svítur í Aspen, á milli 40 og 90 fermetrar hver, og keyrir hótelið viðskiptavini okkar upp í brekku þeim að kostnaðarlausu. Við erum reyndar líka með hús á okkar snærum sem fólk getur leigt en það er hugsað fyrir átta til tuttugu manna hópa," segir Jóhann en verðið á ferðunum er afar hagstætt. "Við seljum ferðirnar eftir gengi dollarans núna sem er mjög lágt. Verð á tíu daga ferð er frá 104.900 krónum. Þar sem gengi dollarans er mjög hagstætt er hægt að gera frábær kaup í Aspen og mjög ódýrt til dæmis að fara út að borða." "Nýjungin í ferðum okkar á þessu ári og því næsta er að fólk getur gist eina til tvær nætur í Minneapolis eftir skíðaferðina til að versla og slaka á. Ferðir til Aspen eru nú þegar komnar í sölu hjá okkur og hafa hópar tekið vel við sér þar sem þeir skipuleggja sínar skíðaferðir með allt að tólf mánaða fyrirvara," segir Jóhann en GB ferðir er eina ferðaskrifstofan sem býður upp á skipulagðar skíðaferðir til Aspen. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GB ferða, gbferdir.is. Ferðalög Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
"Það hefur verið mikill áhugi fyrir Aspen og marga Íslendinga sem dreymir um að fara þangað. Margir halda að þetta sé mjög dýrt og erfitt að skipuleggja en við erum með allt þaulskipulagt og á frábæru verði," segir Jóhann Pétur Guðjónsson, annar eigandi GB ferða. "Fyrsta ferðin er farin 19. desember en það er jólaferð. Síðan verðum við með ferðir, með nokkrum undantekningum, alla mánudaga út mars á næsta ári. Hver ferð er tíu nætur en sú lengd á skíðaferð hentar mjög vel. Það er flogið frá Keflavíkurflugvelli klukkan 17.00 um eftirmiðdag og komið til Aspen klukkan 22.00 að kveldi sama dag þannig að allir tíu dagarnir nýtast í skíðaiðkun. Það er flogið beint til Aspen og er hótelið okkar aðeins fimm mínútum frá flugvellinum þannig að ferðalangar losna alveg við rútuferðir," segir Jóhann. Jóhann bjó í Aspen í þrjú ár og er svo sannarlega yfir sig hrifinn af staðnum. "Að mínu mati er þetta besta skíðasvæði í heimi. Þeir sem ég hef hitt sem hafa skíðað út um allan heim eru sammála mér. Þess má geta að í Aspen eru yfir 340 sólardagar á ári að meðaltali. Loftslagið í Aspen er einstakt. Það er þurrt, þannig að aldrei verður harðfenni og snjórinn verður aldrei blautur, heldur er hann léttur og góður. Það er einstaklega gott fyrir byrjendur að skíða í Aspen sem og lengra komna og það er einstaklega gott að læra á skíði á staðnum. Í Aspen eru fjögur fjöll, þannig að það er nóg úrval og lengsta brekkan er níu kílómetrar," segir Jóhann en brekkurnar í Aspen eru hannaðar þannig að allir fá sitt pláss. "Þegar öll gistirými eru uppbókuð í Aspen eru þrettán þúsund manns í bænum en flutningsgetan upp í fjöllin er 55.000 manns á sama tíma. Þannig er komið í veg fyrir að fólk lendi í því að bíða í biðröð eftir að komast upp í fjallið. Í Evrópu er algengt að dagurinn byrji á hálftíma biðröð bara eftir því að komast upp í fjallið en það er ekki raunin í Aspen." "Viðskiptavinir GB ferða gista á svítuhótelinu Aspen Meadows en þar eru stærstu svítur í Aspen, á milli 40 og 90 fermetrar hver, og keyrir hótelið viðskiptavini okkar upp í brekku þeim að kostnaðarlausu. Við erum reyndar líka með hús á okkar snærum sem fólk getur leigt en það er hugsað fyrir átta til tuttugu manna hópa," segir Jóhann en verðið á ferðunum er afar hagstætt. "Við seljum ferðirnar eftir gengi dollarans núna sem er mjög lágt. Verð á tíu daga ferð er frá 104.900 krónum. Þar sem gengi dollarans er mjög hagstætt er hægt að gera frábær kaup í Aspen og mjög ódýrt til dæmis að fara út að borða." "Nýjungin í ferðum okkar á þessu ári og því næsta er að fólk getur gist eina til tvær nætur í Minneapolis eftir skíðaferðina til að versla og slaka á. Ferðir til Aspen eru nú þegar komnar í sölu hjá okkur og hafa hópar tekið vel við sér þar sem þeir skipuleggja sínar skíðaferðir með allt að tólf mánaða fyrirvara," segir Jóhann en GB ferðir er eina ferðaskrifstofan sem býður upp á skipulagðar skíðaferðir til Aspen. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GB ferða, gbferdir.is.
Ferðalög Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira