Fimm hlutu dóm í Dettifossmáli 24. júní 2005 00:01 Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Þyngsta dóminn í Dettifossmálinu, sex og hálft ár í fangelsi, hlaut 32 ára gamall maður, Óli Haukur Valtýsson, en dæmt var í seinni hluta málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þá var 26 ára gamall maður, Tryggvi Lárusson, dæmdur í sex ára fangelsi, en þar komu eldri mál til refsiþyngingar. Þrjú til viðbótar fengu mun vægari dóma, þyngstan þrítugur maður, Hinrik Jóhannsson, sem dæmdur var í hálfs árs fangelsi. Í fyrri hluta málsins, sem dæmt var í í lok maí, hlaut hann tveggja ára fangelsisdóm. Þá hlaut 29 ára gömul kona fjögurra mánaða dóm skilorðsbundinn í tvö ár og maður í forsvari fyrir fyrirtæki sem send var á loftpressa full af amfetamíni fékk 40 þúsund króna fésekt. Dettifossmálið er eitthvert umfangsmesta fíkniefnamál sem komið hefur til kasta yfirvalda hér. Mesta magnið sem tekið var í einu var falið í loftpressunni, 7,8 kíló af amfetamíni. Undir lok júní í fyrra fór Tryggvi til Amsterdam með manni sem síðar fyrirfór sér í fangelsi meðan á rannsókn málsins stóð. Sá hafði milligöngu um kaup á amfetamíninu af Óla Hauki. Forsvarsmaður fyrirtækisins sem pressan var send á leysti hana ekki úr tolli, en við hann hafði hvorki verið rætt um magn né efnistegund. Hann átti að fá kókaín sem greiðslu fyrir annan pakka sem Óli Haukur sagði að hætt hafi verið við að senda og hafi hann því ekki átt von á loftpressunni. Tryggvi neitaði sök og reyndi að sverja af sér viðurnefnið "túrbó" en sannað þótti að hann væri Tryggvi túrbó og hefði fjármagnað og keypt stóran hluta efnanna sem dæmt var fyrir. Þá er Hinrik bara sakfelldur fyrir 200 LSD skammta af 2.000 sem hann fékk senda í pósti og vitjaði í Vestmannaeyjum. Óli Haukur bar fyrir dómi að Hinrik hefði bara átt von á prufusendingu, en ekki öllu magninu sem fór í póst. Heima hjá Óla Hauki í Amsterdam fann Hollensk lögregla 4.000 skammta til viðbótar, en honum er ekki gerð refsing fyrir það hér. Fyrri hluti Dettifossmálsins snerist um smygl á 2,7 kílóum af amfetamíni og um 600 grömm af kókaíni. Í þeim hluta var Hinrik Jóhannsson dæmdur í tveggja ára fangelsi, en í hlutanum sem nú var dæmt í hlaut hann hálfsársfangelsi fyrir smygl á LSD skömmtum. Sakborningar þrír þyngsta dóma hlutu í seinni hluta málsins nú þurfa að greiða bæði málskostnað upp á nokkur hundruð þúsund krónur auk rúmlega 270400 og 500 þúsund hver, auk kostnaðar upp á rúmlega 1,4 milljónir króna vegna rannsóknar á fíkniefnunum sem þeir reyndu að smygla.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira