Stjórnandi sambýlis stal frá íbúum 4. júlí 2005 00:01 Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Lögregla rannsakar meintan þjófnað fyrrverandi stjórnanda sambýlis fyrir fatlaða í Reykjavík. Konan sem um ræðir stýrði heimilinu í tæpt ár, en talið er að hún hafi skrifað matvæli og aðrar vörur til eigin neyslu, á reikning heimilisins í fjölda verslana. Til að fela eigin útgjöld er konan talin hafa skorið niður í aðföngum til íbúa heimilisins, en fötlun þeirra er slík að þeir geta ekki sjálfir komið umkvörtunum á framfæri. Mánaðarleg húsaleiga íbúanna á að standa undir rekstri heimilisins. Jón Heiðar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík, segir að ákveðið hafi verið að kæra konuna til lögreglu í lok apríl að undangenginni innanhússrannsókn svæðisskrifstofunnar. Hann sagðist ekki telja játningu liggja fyrir og áréttaði að málið væri enn í rannsókn lögreglu. "Það var eitt ákveðið atvik sem benti á að ekki væri allt með felldu og leiddi til þess að athugun fór í gang," segir Jón Heiðar, en annars mun svæðisskrifstofan vera með sitt eigið eftirlit með útgjöldum sambýla. Þá segir hann heimilissjóði vera eftirlitsskylda hjá Ríkisendurskoðun. Ekki er ljóst hve lengi meint misferli kann að hafa átt sér stað, en grunur leikur á að það hafi verið mánuðum saman. Aðstandendum hafi verið gert viðvart eins fljótt og auðið var, að sögn Jóns Heiðars, en þeir séu að vonum slegnir yfir atburðum. Þá segir hann að skoðað verði hvernig bæta megi íbúum sambýlisins skaðann, en Reykjavíkurborg fór þá leið í svipuðu máli nýverið. "Það verður gert upp þegar hlutirnir liggja betur fyrir," segir hann. Konan sem um ræðir stýrði áður sambærilegu sambýli í Hafnarfirði í um það bil ár. Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, segir að eftir að mál konunnar komst upp í Reykjavík hafi verið farið ofan í allt bókhald þann tíma sem hún starfaði þar, en sú skoðun hafi ekki leitt neitt óeðlilegt í ljós.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira