Umferðarátak lögreglu borgar sig 22. júlí 2005 00:01 Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira