Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar 16. nóvember 2005 18:07 Utanríkisráðuneytið. MYND/GVA Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein. Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði utanríkisráðherra út í fyrri störf sendiherra sem skipaðir hefðu verið frá árinu 1995. Alls hafa 27 einstaklingar verið skipaðir sendiherrar á þessum tíma. Tólf þeirra koma úr störfum utan utanríkisþjónustunnar. Af þeim eru sex fyrrum ráðherrar, Guðmundur Árni Stefánsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sighvatur Björgvinsson, Svavar Gestsson, Tómas Ingi Olrich og Þorsteinn Pálsson. Þrír starfsmenn forsætisráðuneytisins í ráðherratíð Davíðs Oddssonar hafa verið skipaðir sendiherrar, þeir Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri, Albert Jónsson, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, og Júlíus Hafstein framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins. Þá hafa fimmtán starfsmenn utanríkisþjónustunnar verið skipaðir sendiherrar, einn prófessor við Háskóla Íslands, útvarpsstjóri og fyrrum framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sigurjón Þórðarson segist ekki fá séð af þessum skipunum að hagsmuna þjóðarinnar hafi verið gætt. Þarna sé mikið um Sjálfstæðismenn, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Markús Örn Antonsson séu meðal þeirra sem hafi verið skipuð hvað nýlegast. Hann segir margar skipanirnar að undanförnu helst gefa til kynna að stjórnarflokkarnir sjái að það fjari undan þeim og því kappkosti þeir að koma sínu fólki á ríkisspenann. Þarna sé klíka sem blóðmjólki allt út úr kerfinu sem það geti og slíkt sé þjóðfélagsmein.
Alþingi Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira