Virkjunarleyfi verða framseljanleg 12. desember 2005 19:17 Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi en þar eru milljarðahagsmunir í húfi. Eitt fyrirtækjanna sem bíður við dyrnar er að stórum hluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem Þórólfur Gíslason, fyrrverandi leiðtogi S-hópsins ræður ríkjum. Þórólfur Gíslason sem fór fyrir S hópnum sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma, er einn aðalmaðurinn í félaginu Héraðsvötnum ehf, ásamt Stefáni Guðmundssyni fyrrverandi alþingismanni Framsóknarflokksins, en Héraðsvötn hafa sótt um rannsóknarleyfi vegna virkjana í eystri og vestari jökulsám í Skagafirði. Þessi leyfi er síðan hægt að selja, gegn sérstöku leyfi ráðherra. Héraðsvötn ehf er í eigu Rarik og félagsins Norðlensk orka en Kaupfélag Skagfirðinga á tæp áttatíu prósent í því félagi. Þórólfur Gíslason er framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og Stefán Guðmundsson stjórnarformaður kaupfélagsins eru í stjórn Héraðsvatna. Einn stærsti virkjunarkostur í Skagafirði er Skatastaðavirkjun skammt norðan Hofsjökuls en hún yrði 180 megavött, fimmfalt stærri en Villinganesvirkjun sem fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum en sveitarfélagið hafnaði. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun sem er um sjöhundruð megavött. Landsvirkjun sækist einnig eftir leyfi til að rannsaka jökulárnar í Skagafirði og gæti því reynst skeinuhættur keppinautur Héraðsvatna. En eftir að frumvarpið sem fyrst var kynnt til sögunnar í fyrravetur, var lagt fram nú, hafði sú breyting verið gerð að nú er heimilt að veita fleiri en einn fengið sameiginlegt rannsóknarleyfi. Jón Bjarnason þingmaður vinstri grænna segir að gróflega áætlað sé verðmæti rannsóknar og nýtingarleyfis vegna virkjana í Skagafirði geti hlaupið á milljörðum. "Þá eru komnir aðilar sem slá í raun eign sinni á vatnasvæði og lífríki þessara svæða um tiltekinn tíma, geta selt það og gert nánast hvað sem þeir vilja við það," segir Jón sem segir að þegar fjármagnið sé annars vegar sé nei aldrei tekið gilt. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Virkjunarleyfi verða framseljanleg, ef frumvarp iðnaðarráðherra um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, verður að lögum. Það er þó háð sérstöku leyfi. Samkvæmt frumvarpinu fá þau fyrirtæki, sem afla sér leyfis til rannsókna, sjálfkrafa nýtingarleyfi en þar eru milljarðahagsmunir í húfi. Eitt fyrirtækjanna sem bíður við dyrnar er að stórum hluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, þar sem Þórólfur Gíslason, fyrrverandi leiðtogi S-hópsins ræður ríkjum. Þórólfur Gíslason sem fór fyrir S hópnum sem keypti Búnaðarbankann á sínum tíma, er einn aðalmaðurinn í félaginu Héraðsvötnum ehf, ásamt Stefáni Guðmundssyni fyrrverandi alþingismanni Framsóknarflokksins, en Héraðsvötn hafa sótt um rannsóknarleyfi vegna virkjana í eystri og vestari jökulsám í Skagafirði. Þessi leyfi er síðan hægt að selja, gegn sérstöku leyfi ráðherra. Héraðsvötn ehf er í eigu Rarik og félagsins Norðlensk orka en Kaupfélag Skagfirðinga á tæp áttatíu prósent í því félagi. Þórólfur Gíslason er framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og Stefán Guðmundsson stjórnarformaður kaupfélagsins eru í stjórn Héraðsvatna. Einn stærsti virkjunarkostur í Skagafirði er Skatastaðavirkjun skammt norðan Hofsjökuls en hún yrði 180 megavött, fimmfalt stærri en Villinganesvirkjun sem fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum en sveitarfélagið hafnaði. Til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun sem er um sjöhundruð megavött. Landsvirkjun sækist einnig eftir leyfi til að rannsaka jökulárnar í Skagafirði og gæti því reynst skeinuhættur keppinautur Héraðsvatna. En eftir að frumvarpið sem fyrst var kynnt til sögunnar í fyrravetur, var lagt fram nú, hafði sú breyting verið gerð að nú er heimilt að veita fleiri en einn fengið sameiginlegt rannsóknarleyfi. Jón Bjarnason þingmaður vinstri grænna segir að gróflega áætlað sé verðmæti rannsóknar og nýtingarleyfis vegna virkjana í Skagafirði geti hlaupið á milljörðum. "Þá eru komnir aðilar sem slá í raun eign sinni á vatnasvæði og lífríki þessara svæða um tiltekinn tíma, geta selt það og gert nánast hvað sem þeir vilja við það," segir Jón sem segir að þegar fjármagnið sé annars vegar sé nei aldrei tekið gilt.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira