Hjördís sátt 20. desember 2005 23:02 MYND/Vísir Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Hjördís kærði skipun Ólafs Barkar til kærunefndar jafnréttismála þar sem hún taldi að Björn hefði brotið jafnréttislög. Í úrskurði kærunefndar í apríl árið 2004 var niðurstaðan sú að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með skipuninni. Beindi kærunefndin þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að fundin yrði viðeigandi lausn. Atli Gíslason lögmaður Hjördísar segir að ef lausn hefði ekki fundist hefði Hjördís höfðað dómsmál. Lausn fannst hins vegar á haustmánuðum eftir viðræður og eru báðir aðilar sáttir við hana. Í samkomulaginu fellst að Hjördís fer í árs námsleyfi frá og með 15. desember síðastliðnum. Atli getur þó ekki tjáð sig um samkomulagið að öðru leyti en hann á ekki von á því að Hjördís snúi aftur til starfa sem dómsstjóri hjá Héraðsdómi Suðurlands að loknu námsleyfinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar NFS leitaði eftir viðbrögðum hans vegna samkomulagsins. Atli segir það alveg inn í myndinni að Hjördís sæki aftur um stöðu Hæstaréttardómara þegar losnar næst en hann telur að hún hafi þó enga ákvörðun tekið í þeim málum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Hjördís kærði skipun Ólafs Barkar til kærunefndar jafnréttismála þar sem hún taldi að Björn hefði brotið jafnréttislög. Í úrskurði kærunefndar í apríl árið 2004 var niðurstaðan sú að dómsmálaráðherra hafi brotið lög með skipuninni. Beindi kærunefndin þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að fundin yrði viðeigandi lausn. Atli Gíslason lögmaður Hjördísar segir að ef lausn hefði ekki fundist hefði Hjördís höfðað dómsmál. Lausn fannst hins vegar á haustmánuðum eftir viðræður og eru báðir aðilar sáttir við hana. Í samkomulaginu fellst að Hjördís fer í árs námsleyfi frá og með 15. desember síðastliðnum. Atli getur þó ekki tjáð sig um samkomulagið að öðru leyti en hann á ekki von á því að Hjördís snúi aftur til starfa sem dómsstjóri hjá Héraðsdómi Suðurlands að loknu námsleyfinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar NFS leitaði eftir viðbrögðum hans vegna samkomulagsins. Atli segir það alveg inn í myndinni að Hjördís sæki aftur um stöðu Hæstaréttardómara þegar losnar næst en hann telur að hún hafi þó enga ákvörðun tekið í þeim málum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira