Vilja sambærileg laun og í Reykjavík 4. janúar 2006 20:36 Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 18:00, 4. janúar, var rætt um þann vanda sem skapast hefur á leikskólum í Kópavogi vegna manneklu og uppsagna starfsfólks. Þar var rætt við Þorvald Daníelsson og þar var því haldið fram að hvorki hefði heyrst hósti né stuna frá meirihluta né heldur minnihluta bæjarstjórnar. Vegna þessara ummæla skal eftirfarandi tekið fram: Í allt haust hafa einhverjir leikskólar í Kópavogi þurft að skerða verulega starfsemi sína vegna skorts á starfsfólki. Fleiri leikskólar standa nú frammi fyrir svipuðum vanda. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, sem skipa minnihluta í bæjarstjórn, hafa hvað eftir annað tekið þetta mál upp í bæjarstjórn Kópavogs frá því í ágúst og lagt fram tillögur og hugmyndir til lausnar. Að auki hafa þeir ítrekað lagt til að teknar verði upp viðræður við starfsfólk leikskólanna en bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa fellt allar tillögur þeirra. Þessar hugmyndir hafa þeir kynnt í fjölmiðlum. Meirihlutinn hefur sýnt þessu alvarlega ástandi ótrúlegt fálæti með aðgerðaleysi og afneitun á raunveruleikanum. Á meðan eru börnin send heim, á meðan missa foreldrar úr vinnu, á meðan geta leikskólarnir ekki veitt þjónustu sem vænst er af þeim. Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. Hækka þarf lægstu launin auk þess sem það þarf að leiðrétta launakjör leikskólakennara. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu, þrátt fyrir algera andstöðu Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í bæjarstjórn, fylgja þessum málum eftir af sömu festu og hingað til. " Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: „Í fréttum Ríkisútvarpsins kl. 18:00, 4. janúar, var rætt um þann vanda sem skapast hefur á leikskólum í Kópavogi vegna manneklu og uppsagna starfsfólks. Þar var rætt við Þorvald Daníelsson og þar var því haldið fram að hvorki hefði heyrst hósti né stuna frá meirihluta né heldur minnihluta bæjarstjórnar. Vegna þessara ummæla skal eftirfarandi tekið fram: Í allt haust hafa einhverjir leikskólar í Kópavogi þurft að skerða verulega starfsemi sína vegna skorts á starfsfólki. Fleiri leikskólar standa nú frammi fyrir svipuðum vanda. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, sem skipa minnihluta í bæjarstjórn, hafa hvað eftir annað tekið þetta mál upp í bæjarstjórn Kópavogs frá því í ágúst og lagt fram tillögur og hugmyndir til lausnar. Að auki hafa þeir ítrekað lagt til að teknar verði upp viðræður við starfsfólk leikskólanna en bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa fellt allar tillögur þeirra. Þessar hugmyndir hafa þeir kynnt í fjölmiðlum. Meirihlutinn hefur sýnt þessu alvarlega ástandi ótrúlegt fálæti með aðgerðaleysi og afneitun á raunveruleikanum. Á meðan eru börnin send heim, á meðan missa foreldrar úr vinnu, á meðan geta leikskólarnir ekki veitt þjónustu sem vænst er af þeim. Samfylkingin í Kópavogi vill að strax verði rætt við starfsfólk leikskólanna í Kópavogi og þeim tryggð sambærileg kjör og á leikskólum Reykjavíkur. Hækka þarf lægstu launin auk þess sem það þarf að leiðrétta launakjör leikskólakennara. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu, þrátt fyrir algera andstöðu Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna í bæjarstjórn, fylgja þessum málum eftir af sömu festu og hingað til. "
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira