Björn segir verið að reyna að koma höggi á sig 23. janúar 2006 12:05 MYND/Vísir Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Lögreglan var send að kosningaskrifstofu Björns Inga við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld eftir að ábending barst um að þar væri fólk undir lögaldri að drykkju. Björn segir að um einkasamkvæmi á vegum stuðningsmanna sinna hafi verið að ræða og sjálfur hafi hann ekki verið á staðnum. Björn var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS þar sem hann sagðist ekki hafa neina hagsmuni af því að hafa fólk undir lögaldri nálægt prófkjörinu því það geti ekki einu sinni kosið. Hann kvaðst þó bera fulla ábyrgð á því veisluhaldi sem fram fari á kosningaskrifstofunni. Björn Ingi segist hafa rætt við lögregluna í morgun og hún hafi tjáð sér að ólíklegt væri að aðhafst yrði frekar í málinu. Björn segir málið merki um „grjótharða kosningabaráttu" framsóknarmanna. Leigubílstjóri sem tók myndir fyrir utan kosningaskrifstofuna á laugardagskvöldið og sýndar hafa verið á NFS styðji annan frambjóðanda en sig. „Þetta er einfaldlega inngrip í prófkjörsslag þar sem verið er að reyna að koma höggi á mig og mitt framboð," segir Björn. Aðspurður segir Björn Ingi að það hafi ekkert verið sérstaklega góð hugmynd að gefa leyfi fyrir skemmtanahaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, frambjóðandi í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík, segir það enga tilviljun að sögusagnir af því að stuðningsmenn hans hafi veitt unglingum áfengi séu blásnar upp svo skömmu fyrir prófkjör. Björn sakar stuðningsmenn annars frambjóðanda um að reyna að koma höggi á sig. Lögreglan var send að kosningaskrifstofu Björns Inga við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld eftir að ábending barst um að þar væri fólk undir lögaldri að drykkju. Björn segir að um einkasamkvæmi á vegum stuðningsmanna sinna hafi verið að ræða og sjálfur hafi hann ekki verið á staðnum. Björn var gestur Fréttavaktarinnar fyrir hádegi á NFS þar sem hann sagðist ekki hafa neina hagsmuni af því að hafa fólk undir lögaldri nálægt prófkjörinu því það geti ekki einu sinni kosið. Hann kvaðst þó bera fulla ábyrgð á því veisluhaldi sem fram fari á kosningaskrifstofunni. Björn Ingi segist hafa rætt við lögregluna í morgun og hún hafi tjáð sér að ólíklegt væri að aðhafst yrði frekar í málinu. Björn segir málið merki um „grjótharða kosningabaráttu" framsóknarmanna. Leigubílstjóri sem tók myndir fyrir utan kosningaskrifstofuna á laugardagskvöldið og sýndar hafa verið á NFS styðji annan frambjóðanda en sig. „Þetta er einfaldlega inngrip í prófkjörsslag þar sem verið er að reyna að koma höggi á mig og mitt framboð," segir Björn. Aðspurður segir Björn Ingi að það hafi ekkert verið sérstaklega góð hugmynd að gefa leyfi fyrir skemmtanahaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira