Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. 29. janúar 2006 13:13 MYND/Anton Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira