Ekki svigrúm fyrir allar framkvæmdir í stóriðju 21. febrúar 2006 19:13 Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Forsætisráðherra segir áform um frekari stóriðju í mikilli óvissu og hann telur ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem séu í umræðunni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs Íslands vegna skuldbindinga í innlendri og erlendri mynt hafi breyst úr því að vera stöðugar í neikvæðar.Ráðherrann segir þetta viðvörun en neitar því að ríkisstjórnin hafi gert mistök í hagstjórninni. Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur að aukinn viðskiptahalli og hratt vaxandi erlendar skuldir séu hættumerki í þjóðarbúskapnum. Meðan ekki sé gripið til samstilltra aðgerða aukist líkur á því að efnahagskerfið fái harkalega lendingu. Stjórnvöld sitji hjá þar sem þau telji að ástæðunnar sé að leita í einkageiranum og vandinn muni leysast að sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir mat Fitch nokkurs konar viðvörun. Þarna sé verið að benda á að það sé mikill hiti í efnahagslífiinu og það sé rétt. Vextir hafi hækkað mikið hér á undanförnum mánuðum án þess að það hafi skilað árangri í að stöðva útlánaaukningu bankanna. Halldór segir að ríkisstjórnin taki þetta alvarlega enmikilvægt séað bankarnir taki á sínum málum.Aðspurður hvort gerð hafi verið mistöki í hagstjórninni eins og sumir hagfræðingar hafi haldið fram segist Halldór ekki vilja tala um mistök. Það sé hins vegar mikill uppgangur og bjartsýni í þjóðfélaginu og hann telji að sumir vanmeti getu íslenska hagkerfisins til að taka á sveiflum. Íslendingar búi við mjög sveigjanlegt kerfi. Halldór segir enn fremur að muni eftir því að árið 2001 hafi margir verið svartsýnir í spám en það hafi tekist að lenda efnahagslífinu bærilega. Hann trúi því að takist líka núna. Áform um frekari stóriðju hafa verið í umræðunni en er það skynsamlegt við núverandi aðstæður? Halldór segir það í mikilli óvissu en ef af því verði telji hann skynsamlegt að framkvæmdum sé dreift skynsamlega yfir langan tíma. Að hans mati sé ekki svigrúm fyrir allar þær framkvæmdir sem rætt hafi verið um að undanförnu enda sé ekki til rafmagn í þær allar. Hann telji því ekki rétt að ganga út frá því sem gefna að það sé orðinn hlutur. Breyttar horfur gætu leitt til lækkunar á lánshæfismati og aukið líkurnar á efnahagskreppu að mati KB banka. Krónan veiktist um 4,75 prósent í kjölfar tíðindanna og úrvalsvísitalan lækkaði um 3,24 prósent.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira