Hart deilt um aðkomu UMFÍ að umsögn 14. mars 2006 17:39 Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. Formaður iðnaðarnefndar las upp úr bréfi frá Birni B. Jónssyni, formanni Ungmennafélags Íslands, við upphaf þingfundar. Þar lýsti Björn því yfir að samtök sínu ættu enga aðild að umsögn nokkurra samtaka um vatnalagafrumvarp stjórnvalda þrátt fyrir að nafn þeirra væri sett á umsögnina. "Og mér finnst, hæstvirtur forseti, að sem formanni nefndarinnar harmi ég þessar rangfærslur," sagði Birkir Jón Jónsson, formaður iðnaðarnefndar. "Ég vona svo sannarlega að hér sé aðeins um mistök að ræða sem ekki megi endurtaka sig í löggjafarstarfi hér á háttvirtu Alþingi." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi harkalega hvernig hefði verið staðið að umsögninni. "Við hljótum að gera þá kröfu til þingsins og forsætisnefndar þingsins að það verði rannsakað nákvæmlega hvernig að þessu máli var staðið. Þetta mál er ekki fullklárað." Ungmennafélag Íslands var eitt nokkurra félagasamtaka sem tóku þátt í átakinu "Vatn fyrir alla" fyrr í vetur og eru þau öll skráð fyrir umsögninni. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna og formaður BSRB, sem áttu frumkvæði að átakinu, sagði andstöðu UMFÍ koma sér mjög á óvart. Enda hefðu samtökin verið samstíga þeim í ferlinu. "Nú síðast fyrir fáeinum dögum lýsti UMFÍ og formaður þeirra samtaka, og ég er með skeyti þar um því til staðfestingar, samþykki við því hvernig staðið yrði að kynningu fyrir iðnaðarnefnd Alþingis á þessari umfjöll og umsögn sem UMFÍ hefur átt aðild að. Ég get náttúrulega ekki borið ábyrgð á því þó forsvarsmenn UMFÍ lesi ekki póstinn sinn eða fara ekki yfir þau gögn sem samtökunum berast." Þessum viðbrögðum furðaði Guðlaugur Þór Þórðarson sig mjög á og sagði ótrúlegt að Ögmundur segði félagasamtök þurfa að segja sig frá umsögn sem þau hefðu ekki staðið að. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður UMSK, einna stærstu aðildarsamtaka UMFÍ, lýsti líkt og Ögmundur furðu sinni á sinnaskiptum UMFÍ. "Það er alveg skýrt að þessi umsögn fór fyrir UMFÍ. Það eru til margir tölvupóstar til vitnis um það. Hvað skyldi hafa gerst í gær? Hver skammaði formann UMFÍ? Hver í ósköpunum dró hann inn í þessa umræðu? Hver í ósköpunum stendur fyrir því að sverta nafn UMFÍ? Björn B. Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands, segir engan hafa skammað sig til að skipta um skoðun, nema ef vera kynni frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað var um umsögnina. Hann segir samtök sín hafa átt þátt í yfirlýsingu um vatn fyrir alla sem átti að vera grunnur umsagnar um vatnalög. Síðan hafi sú umsögn breyst það mikið að samtök sín gætu engan veginn staðið að henni. Hann segist ef til vill ekki hafa verið vakandi fyrir breytingum á umsögninni þar sem hann hefur legið í flensu að undanförnu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Formaður Ungmennafélags Íslands, segir samtökin ekki hafa samþykkt sameiginlega umsögn nokkurra félagasamtaka um andstöðu við ný vatnalög þrátt fyrir að nafn þeirra sé á umsögninni. Þingmaður Samfylkingar spurði hvaða Framsóknarmaður hefði skammað formanninn til að hann skipti um skoðun. Formaður iðnaðarnefndar las upp úr bréfi frá Birni B. Jónssyni, formanni Ungmennafélags Íslands, við upphaf þingfundar. Þar lýsti Björn því yfir að samtök sínu ættu enga aðild að umsögn nokkurra samtaka um vatnalagafrumvarp stjórnvalda þrátt fyrir að nafn þeirra væri sett á umsögnina. "Og mér finnst, hæstvirtur forseti, að sem formanni nefndarinnar harmi ég þessar rangfærslur," sagði Birkir Jón Jónsson, formaður iðnaðarnefndar. "Ég vona svo sannarlega að hér sé aðeins um mistök að ræða sem ekki megi endurtaka sig í löggjafarstarfi hér á háttvirtu Alþingi." Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi harkalega hvernig hefði verið staðið að umsögninni. "Við hljótum að gera þá kröfu til þingsins og forsætisnefndar þingsins að það verði rannsakað nákvæmlega hvernig að þessu máli var staðið. Þetta mál er ekki fullklárað." Ungmennafélag Íslands var eitt nokkurra félagasamtaka sem tóku þátt í átakinu "Vatn fyrir alla" fyrr í vetur og eru þau öll skráð fyrir umsögninni. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna og formaður BSRB, sem áttu frumkvæði að átakinu, sagði andstöðu UMFÍ koma sér mjög á óvart. Enda hefðu samtökin verið samstíga þeim í ferlinu. "Nú síðast fyrir fáeinum dögum lýsti UMFÍ og formaður þeirra samtaka, og ég er með skeyti þar um því til staðfestingar, samþykki við því hvernig staðið yrði að kynningu fyrir iðnaðarnefnd Alþingis á þessari umfjöll og umsögn sem UMFÍ hefur átt aðild að. Ég get náttúrulega ekki borið ábyrgð á því þó forsvarsmenn UMFÍ lesi ekki póstinn sinn eða fara ekki yfir þau gögn sem samtökunum berast." Þessum viðbrögðum furðaði Guðlaugur Þór Þórðarson sig mjög á og sagði ótrúlegt að Ögmundur segði félagasamtök þurfa að segja sig frá umsögn sem þau hefðu ekki staðið að. Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður UMSK, einna stærstu aðildarsamtaka UMFÍ, lýsti líkt og Ögmundur furðu sinni á sinnaskiptum UMFÍ. "Það er alveg skýrt að þessi umsögn fór fyrir UMFÍ. Það eru til margir tölvupóstar til vitnis um það. Hvað skyldi hafa gerst í gær? Hver skammaði formann UMFÍ? Hver í ósköpunum dró hann inn í þessa umræðu? Hver í ósköpunum stendur fyrir því að sverta nafn UMFÍ? Björn B. Jónsson, formaður Ungmennafélags Íslands, segir engan hafa skammað sig til að skipta um skoðun, nema ef vera kynni frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað var um umsögnina. Hann segir samtök sín hafa átt þátt í yfirlýsingu um vatn fyrir alla sem átti að vera grunnur umsagnar um vatnalög. Síðan hafi sú umsögn breyst það mikið að samtök sín gætu engan veginn staðið að henni. Hann segist ef til vill ekki hafa verið vakandi fyrir breytingum á umsögninni þar sem hann hefur legið í flensu að undanförnu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira