Framsókn furðar sig á ummælum um Sundabraut 18. apríl 2006 12:59 MYND/Vísir Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. Í tilkynningu frá flokknum segir að það sæti undrun að oddvitinn skuli ekki meta þessa mikilvægu samgöngubót meira en raun beri vitni, og verði það að teljast kaldar kveðjur til Reykvíkinga sem hafa beðið eftir Sundabraut allt of lengi. Framsóknarflokkurinn minnir á að ríflega átta milljarðar króna af söluandvirði Símans liggi inni á bókum ríkissjóðs vegna framkvæmdar við Sundabraut. „Við teljum að frekar hefði mátt auka útgjöld til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu fremur en draga úr mikilvægum framkvæmdum í höfuðborginni þar sem langstærsti hluti bílaumferðar í landinu er. Lagning Sundabrautar alla leið yfir á Kjalarnes er einhver arðsamasta vegaframkvæmd sem í boði er, auk þess sem hún er nauðsynleg út frá umferðaröryggi. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin, hvort oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn telji virkilega að engar aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins ættu frekar að bíða," segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningu B-listans (Framsóknarflokksins í Reykjavík) að oddviti Samfylkingarinnar hafi með ummælum sínum um einfalda Sundabraut komið áformum um framkvæmdirnar í uppnám, þar sem hann hafi m.a. kynnt hugmyndir sem ekki hafi farið í mat á umhverfisáhrifum og myndu því sjálfkrafa þýða nokkurra ára frestun á framkvæmdum. „Nú kemur oddviti Sjálfstæðismanna fram og telur framkvæmdum sjálfhætt í bili. Er því greinilegt að Sundabraut er ekki ofarlega á forgangslista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í borgarstjórn. B-listinn hefur hins vegar kynnt hugmyndir sínar um Sundabraut í botngöngum á ytri leið og er þess albúinn að leiða verkið án frekari tafa, borgarbúum til hagsbóta. Tími athafna er runninn upp, frekari tafir eru ekki ásættanleg," segir í tilkynningunni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lýsir furðu sinni á ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni í Fréttablaðinu í dag um að framkvæmdum við Sundabraut sé sjálfhætt í bili vegna stöðu efnahagsmála. Í tilkynningu frá flokknum segir að það sæti undrun að oddvitinn skuli ekki meta þessa mikilvægu samgöngubót meira en raun beri vitni, og verði það að teljast kaldar kveðjur til Reykvíkinga sem hafa beðið eftir Sundabraut allt of lengi. Framsóknarflokkurinn minnir á að ríflega átta milljarðar króna af söluandvirði Símans liggi inni á bókum ríkissjóðs vegna framkvæmdar við Sundabraut. „Við teljum að frekar hefði mátt auka útgjöld til samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu fremur en draga úr mikilvægum framkvæmdum í höfuðborginni þar sem langstærsti hluti bílaumferðar í landinu er. Lagning Sundabrautar alla leið yfir á Kjalarnes er einhver arðsamasta vegaframkvæmd sem í boði er, auk þess sem hún er nauðsynleg út frá umferðaröryggi. Því hlýtur sú spurning að vera áleitin, hvort oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn telji virkilega að engar aðrar framkvæmdir á vegum ríkisins ættu frekar að bíða," segir í tilkynningunni. Þá segir í tilkynningu B-listans (Framsóknarflokksins í Reykjavík) að oddviti Samfylkingarinnar hafi með ummælum sínum um einfalda Sundabraut komið áformum um framkvæmdirnar í uppnám, þar sem hann hafi m.a. kynnt hugmyndir sem ekki hafi farið í mat á umhverfisáhrifum og myndu því sjálfkrafa þýða nokkurra ára frestun á framkvæmdum. „Nú kemur oddviti Sjálfstæðismanna fram og telur framkvæmdum sjálfhætt í bili. Er því greinilegt að Sundabraut er ekki ofarlega á forgangslista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í borgarstjórn. B-listinn hefur hins vegar kynnt hugmyndir sínar um Sundabraut í botngöngum á ytri leið og er þess albúinn að leiða verkið án frekari tafa, borgarbúum til hagsbóta. Tími athafna er runninn upp, frekari tafir eru ekki ásættanleg," segir í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira