HM timburmenn í Þýskalandi 23. nóvember 2006 17:30 Heimsmeistaramótið í Þýskalandi heppnaðist einstaklega vel eins og reiknað hafði verið með Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn. Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Stærsti knattspyrnuviðburður sögunnar endaði með glæsibrag í Berlín í Þýskalandi þann 9. júlí í sumar þegar HM lauk með sigri Ítala. Þó þýsk knattspyrna megi ef til vill muna fífil sinn fegurri, var afkoman af keppnishaldinu mjög góð. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvað gera eigi við rekstrarafkomuna. Þó tæplega 40.000 áhorfendur mæti að meðaltali á hvern leik í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, eru ekki allir sammála um að knattspyrnan sé betri en áður og vísa menn þar til að mynda í verstu byrjun meistara Bayern Munchen í yfir þrjá áratugi. Þjóðverjar eiga enn fjögur lið í Evrópukeppnunum, þar sem mestar vonir eru ef til vill bundnar við skemmtilegt lið Werder Bremen en gömlu refina í Bayern Munchen. "Það vantar ekkert upp á stemminguna á pöllunum í ár, en það sama verður ef til vill ekki sagt um frammistöðu leikmanna á völlunum, " sagði Franz Beckenbeauer, sem veitti HM í Þýskalandi forstöðu. HM er enn með okkur, þó draumurinn endist ekki að eilífu," sagði "Keisarinn" en helsta von Þjóðverja á alþjóðasviðinu í dag er eftirvill ungt og skemmtilegt landsliðið sem náði prýðilegum árangri á HM og hefur ekki misst dampinn síðan. Á meðan knattspyrnan sjálf er ekki upp á sitt besta, gengur efnahagurinn mjög vel og það eina sem varpar skugga á knattspyrnuna í Þýskalandi í ár eru tíð ólæti á áhorfendapöllunum í landinu. Lögregla hefur haft í næg horn að líta í deildarkeppnum þar í vetur - þvert á annars mjög friðsælt heimsmeistaramót. Það er einmitt þess vegna sem Sepp Blatter, forseti FIFA, vill að stórum hluta þess 116 milljón dollara hagnaði sem kom í kassann af heimsmeistaramótinu verði varið í að efla löggæslu á knattspyrnuleikjum. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi eru mjög ósátt við þessar tillögur og vilja heldur að hagnaðinum verði dreift á stéttarfélög lögreglumanna - og ekki af ástæðulausu. Tvær milljónir gesta heimsóttu Þýskaland í tengslum við HM í sumar og þurftu lögregluyfirvöld í landinu að bera kostnaðinn af því að greiða löggæslumönnum hvorki meira né minna en 70.000 yfirvinnustundir til að halda friðinn.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira