Virðisaukaskatturinn drýgstur 20. ágúst 2007 18:45 Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira