Háskólasjúkrahúsið komið í bakkgír Guðjón Helgason skrifar 28. október 2007 18:54 Framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús hefjast ekki 2009 eins og áætlað var. Þetta segir fyrrverandi formaður nefndar um byggingu Háskólasjúkrahúss og telur heilbrigðisráðherra hafa skipt í bakkgír í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að hlutverk og framtíðarsýn Landspítalans verði skilgreint betur í fjórum nýjum nefndum. Fara þurfi vel yfir rekstur hans en ekki hafi verið fallið frá áformum um byggingu hátæknissjúkrahúss. Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja nefnd um byggingu sjúkrahúss. Formaður er Inga Jóna Þórðardóttir - sem áður sat í samskonar nefnd undir forystu Alferðs Þorsteinssonar. Alfreð segir að heilbrigðisráðherra hafi með gjörðum sínum og yfirlýsingum nýlega sett verkefnið í bakkgír. Það muni tefjast. Nýtt fólk komi í nefndarstarfið og jafnframt tekið fram að það eigi að gera úttekt á verkefninu eins og það liggi fyrir núna. Honum þyki því einsýnt að verkefnið tefjist um nokkurn tíma og ekki verði af því að framkvæmdir hefjist 2009 og ein áætlað hafi verið. Það sé mjög slæmt því þörfin sé mikil á nýjum spítala - bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Alfreð segist treysta Ingu Jónu - eiginkonu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, - sem nefndarformanni en spyr um aðkomu forsætisráðherra. Fólk tengt honum hafi tekið að sér trúnaðarstörf innan Sjálfstæðisflokksins og fengið skjótan frama. Hann spyr hvort forsætisráðherra sé að herða tökin á flokknum með því að setja sitt nánasta fólk í nefndir og ráð. Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Framkvæmdir við nýtt háskólasjúkrahús hefjast ekki 2009 eins og áætlað var. Þetta segir fyrrverandi formaður nefndar um byggingu Háskólasjúkrahúss og telur heilbrigðisráðherra hafa skipt í bakkgír í málinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hefur sagt í fjölmiðlum að hlutverk og framtíðarsýn Landspítalans verði skilgreint betur í fjórum nýjum nefndum. Fara þurfi vel yfir rekstur hans en ekki hafi verið fallið frá áformum um byggingu hátæknissjúkrahúss. Heilbrigðisráðherra hefur skipað nýja nefnd um byggingu sjúkrahúss. Formaður er Inga Jóna Þórðardóttir - sem áður sat í samskonar nefnd undir forystu Alferðs Þorsteinssonar. Alfreð segir að heilbrigðisráðherra hafi með gjörðum sínum og yfirlýsingum nýlega sett verkefnið í bakkgír. Það muni tefjast. Nýtt fólk komi í nefndarstarfið og jafnframt tekið fram að það eigi að gera úttekt á verkefninu eins og það liggi fyrir núna. Honum þyki því einsýnt að verkefnið tefjist um nokkurn tíma og ekki verði af því að framkvæmdir hefjist 2009 og ein áætlað hafi verið. Það sé mjög slæmt því þörfin sé mikil á nýjum spítala - bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk. Alfreð segist treysta Ingu Jónu - eiginkonu Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, - sem nefndarformanni en spyr um aðkomu forsætisráðherra. Fólk tengt honum hafi tekið að sér trúnaðarstörf innan Sjálfstæðisflokksins og fengið skjótan frama. Hann spyr hvort forsætisráðherra sé að herða tökin á flokknum með því að setja sitt nánasta fólk í nefndir og ráð.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira