NBA í nótt: Enn tapar LeBron á afmælisdegi sínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2008 09:48 "Til hamingju með daginn, kallinn minn." Nordic Photos / Getty Images Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Síðan að LeBron James gerðist atvinnumaður í körfubolta hefur hann þrívegis spilað á afmælisdegi sínum og alltaf tapað, nú síðast er Cleveland tapaði fyrir Miami, 104-95. „Þetta er sorglegt. Ég ætla að gráta," gantaðist LeBron eftir leik. Miami átti frábæran dag en LeBron var næstum búinn að bjarga deginum nánast einn síns liðs í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Dwyane Wade var með 21 stig og tólf stoðsendingar í leiknum, Mario Chalmers hitti úr sex af sjö þriggja stiga skotum sínum er hann skoraði 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Auk þess tapaði hann ekki einum bolta í leiknum. LeBron skoraði alls 38 stig í leiknum en mestur var munurinn sextán stig í leiknum. Cleveland hefur aldrei verið svo mörgum stigum undir í einum leik í vetur. En LeBron skoraði 24 stig í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt stig þegar níu mínútur voru eftir af leiknum. En það var Miami sem reyndist eiga síðasta orðið. Miami komst á 16-3 sprett á þessum kafla sem var nóg til að tryggja liðinu á endanum sigur í leiknum. Joe Johnson og félagar í Atlanta unnu sinn sjötta leik í röð er liðið vann 110-104 sigur á Indiana. Johnson átti stórleik en hann reyndist sínu liði mikilvægur sérstaklega undir lok leiksins. Hann skoraði tólf af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta, þar af síðustu fimm stig leiksins. „Hvað getur maður sagt? Joe hefur reynst okkur gríðarlega mikilvægur á þessu tímabili," sagði Mike Woodson, þjálfari Atlanta. „Ég myndi setja hann í sama flokk og LeBron og Kobe - hann er að spila á því stigi. Hann er að skila mikilvægum stigum í hús og lætur aðra leikmenn í kringum sig spila betur." Atlanta hefur nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum en Josh Smith skoraði 24 stig fyrir liðið, Mike Bibby fimmtán og Al Horford var með tólf stig og fjórtán fráköst. Hjá Indiana var Danny Granger með 25 stig, Jarret Jack 22 og Jeff Foster var með tólf stig og tólf fráköst. New York vann Charlotte, 93-89. Wilson Chandler skoraði nítján stig í leiknum, þar af sjö á síðustu fjórum mínútum leiksins. Phoenix vann Memphis, 101-89. Leandro Barbosa skoraði 28 stig og Shaquille O'Neal 24. Þar með færðist hann upp í áttunda sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi. New Orleans vann Washington, 97-85. Chris Paul var með þrefalda tvennu í þriðja sinn á tímabilinu en hann skoraði fimmtán stig, gaf sextán stoðsendingar og tók tíu fráköst. Milwaukee vann San Antonio, 100-98. Michael Redd skoraði 25 stig og tók tíu fráköst en Tim Duncan klúðraði sniðskoti þegar 3,8 sekúndur voru til leiksloka. Dallas vann Minnesota, 107-100. Jason Terry skoraði 29 stig í leiknum, þar af 24 í síðari hálfleik en Dallas var á tíma 29 stigum undir í leiknum en vann engu að síður sjö stiga sigur. Portland vann Boston, 91-86. Steve Blake var með 21 stig og LaMarcus Aldridge 20 er Portland vann góðan sigur á meisturunum þrátt fyrir að vera heldur fáliðaðir. Boston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum. Sacramento vann LA Clippers, 92-90. Kevin Martin var með 20 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðslin sín en Sacramento vann þar með sinn fyrsta leik í síðustu sjö leikjum sínum. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira