Gasol náði þrennu í sigri Lakers 18. febrúar 2009 09:33 Kobe Bryant og Pau Gasol skiptast á spaðafimmum í sigrinum á Atlanta NordicPhotos/GettyImages NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira