Fæ meira að spila eftir vetrarfríið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2010 08:30 Gylfi er hér í strangri gæslu þeirra Alexander Madlung og Makoto Hasebe, leikmanna Wolfsburg, í leiknum um helgina. Gylfi náði þó að skora eitt mark í leiknum. Nordic Photos / Bongarts Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar lið hans, Hoffenheim, gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim komst 2-0 yfir strax í fyrri hálfleik og skoraði Gylfi síðara markið með skoti af stuttu færi. En þetta var fjórða jafntefli Hoffenheim í röð og ekki í fyrsta sinn sem liðið missir niður forystu. „Þetta er skelfilegt. Í síðustu leikjum höfum við verið að missa leiki í jafntefli og það er orðið frekar þreytt," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Í síðasta leik [gegn Nürnberg, innsk. blm.] spiluðum við vel en þeir jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Í þessum leik vorum við tveimur mörkum yfir en klúðruðum honum á síðasta korterinu. Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta á reynsluleysi hjá okkur en þetta er hlutur sem við þurfum að laga." Þýska úrvalsdeildin er nú komin í vetrarfrí og hefst ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hoffenheim er í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig en liðið byrjaði mjög vel í haust en hefur síðan gefið eftir. Gylfi er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu eftir að hann var keyptur þangað fyrir 6,5 milljónir punda í sumar. Hann hefur slegið í gegn - skorað sex mörk þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum. Hann hefur alls komið við sögu í þrettán af sautján leikjum Hoffenheim í haust en oftast sem varamaður. „Ég er ánægður með leikinn hjá mér og spilaði nokkuð vel. Ég hefði þó gjarnan viljað fá þrjú stig í dag í staðinn fyrir markið," segir Gylfi, sem var einnig í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Árangur hans hefur vakið eftirtekt en miðað við þann fjölda mínútna sem hann hefur spilað skorar hann að meðaltali mark á 90 mínútna fresti. Það telst afar gott, sérstaklega fyrir miðjumann í einni sterkustu deild heims. „Ég spilaði fyrir aftan framherjann í dag, sem sóknartengiliður. Ég gerði það líka um síðustu helgi og þetta er mín staða. Ég er auðvitað ánægður með að þjálfarinn skuli nota mig í henni," segir Gylfi, sem átti aldrei von á því að hann myndi labba beint í byrjunarliðið þegar hann kom til Þýskalands í haust. „Liðinu gekk mjög vel í upphafi tímabilsins og því kom það mér svo sem ekki á óvart að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Auk þess vill þjálfarinn að við spilum á ákveðinn hátt og að við pressum til að mynda mikið á andstæðinginn. Það hefur tekið sinn tíma að venjast því," segir Gylfi. „En það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spilaði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. Sérstaklega þar sem mér virtist ganga ágætlega. Ég skoraði kannski en var svo aftur kominn á bekkinn í næsta leik. En ég vona að þetta sé allt á réttri leið og ég held að ég fái enn meira að spila eftir jól." Gylfi segir að sér gengi vel að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. „Ég hef verið hér í þrjá mánuði og hef æft mjög vel - bætt hraðann og styrkinn. Ég held að þetta verði orðið enn betra eftir nokkra mánuði," segir hann. „Ég vissi að þetta myndi taka sinn tíma. Þetta er miklu sterkara lið en Reading en það er jákvætt að fá mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. En þetta er allt að koma, ég er byrjaður að tala meiri þýsku við félagana og þeir eru farnir að kynnast mér betur. Ég held að það sé jákvætt." Gylfi hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu í fjölmiðlum í haust, til að mynda Manchester United. „Jú, það er auðvitað gaman að því en ég er lítið að spá í það. Ég er að spila í einni sterkustu deild heims og hér eru útsendarar annarra liða á öllum leikjum. Það gerist ekkert nema að það sé tilboð á borðinu og ef maður væri mikið að velta sér upp úr sögusögnum yrði maður fljótt klikkaður." Hann er því ánægður hjá Hoffenheim - eins og er. „Þetta var mjög erfitt fyrir 2-3 vikum þegar ég fékk lítið að spila og ég veit ekki hvort ég hefði svarað þessari spurningu játandi þá. En innst inni veit ég að það er verið að koma mér inn í málin hægt og rólega og því er ég nokkuð sáttur. Ég er líka ánægður með að fá jólafrí í fyrsta sinn í 5-6 ár og hlakka mikið til að koma heim í snjóleysið á Íslandi." Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í þýsku úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar lið hans, Hoffenheim, gerði 2-2 jafntefli við Wolfsburg á útivelli. Hoffenheim komst 2-0 yfir strax í fyrri hálfleik og skoraði Gylfi síðara markið með skoti af stuttu færi. En þetta var fjórða jafntefli Hoffenheim í röð og ekki í fyrsta sinn sem liðið missir niður forystu. „Þetta er skelfilegt. Í síðustu leikjum höfum við verið að missa leiki í jafntefli og það er orðið frekar þreytt," sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Í síðasta leik [gegn Nürnberg, innsk. blm.] spiluðum við vel en þeir jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Í þessum leik vorum við tveimur mörkum yfir en klúðruðum honum á síðasta korterinu. Ég veit ekki hvort megi skrifa þetta á reynsluleysi hjá okkur en þetta er hlutur sem við þurfum að laga." Þýska úrvalsdeildin er nú komin í vetrarfrí og hefst ekki aftur fyrr en um miðjan janúar. Hoffenheim er í áttunda sæti deildarinnar með 25 stig en liðið byrjaði mjög vel í haust en hefur síðan gefið eftir. Gylfi er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu eftir að hann var keyptur þangað fyrir 6,5 milljónir punda í sumar. Hann hefur slegið í gegn - skorað sex mörk þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliðinu í aðeins fjórum deildarleikjum. Hann hefur alls komið við sögu í þrettán af sautján leikjum Hoffenheim í haust en oftast sem varamaður. „Ég er ánægður með leikinn hjá mér og spilaði nokkuð vel. Ég hefði þó gjarnan viljað fá þrjú stig í dag í staðinn fyrir markið," segir Gylfi, sem var einnig í byrjunarliðinu um síðustu helgi. Árangur hans hefur vakið eftirtekt en miðað við þann fjölda mínútna sem hann hefur spilað skorar hann að meðaltali mark á 90 mínútna fresti. Það telst afar gott, sérstaklega fyrir miðjumann í einni sterkustu deild heims. „Ég spilaði fyrir aftan framherjann í dag, sem sóknartengiliður. Ég gerði það líka um síðustu helgi og þetta er mín staða. Ég er auðvitað ánægður með að þjálfarinn skuli nota mig í henni," segir Gylfi, sem átti aldrei von á því að hann myndi labba beint í byrjunarliðið þegar hann kom til Þýskalands í haust. „Liðinu gekk mjög vel í upphafi tímabilsins og því kom það mér svo sem ekki á óvart að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri. Auk þess vill þjálfarinn að við spilum á ákveðinn hátt og að við pressum til að mynda mikið á andstæðinginn. Það hefur tekið sinn tíma að venjast því," segir Gylfi. „En það var vissulega erfitt að fara frá Reading þar sem ég spilaði alla leiki og að vera svo hent á bekkinn hér. Sérstaklega þar sem mér virtist ganga ágætlega. Ég skoraði kannski en var svo aftur kominn á bekkinn í næsta leik. En ég vona að þetta sé allt á réttri leið og ég held að ég fái enn meira að spila eftir jól." Gylfi segir að sér gengi vel að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. „Ég hef verið hér í þrjá mánuði og hef æft mjög vel - bætt hraðann og styrkinn. Ég held að þetta verði orðið enn betra eftir nokkra mánuði," segir hann. „Ég vissi að þetta myndi taka sinn tíma. Þetta er miklu sterkara lið en Reading en það er jákvætt að fá mikla samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. En þetta er allt að koma, ég er byrjaður að tala meiri þýsku við félagana og þeir eru farnir að kynnast mér betur. Ég held að það sé jákvætt." Gylfi hefur verið orðaður við nokkur stórlið í Evrópu í fjölmiðlum í haust, til að mynda Manchester United. „Jú, það er auðvitað gaman að því en ég er lítið að spá í það. Ég er að spila í einni sterkustu deild heims og hér eru útsendarar annarra liða á öllum leikjum. Það gerist ekkert nema að það sé tilboð á borðinu og ef maður væri mikið að velta sér upp úr sögusögnum yrði maður fljótt klikkaður." Hann er því ánægður hjá Hoffenheim - eins og er. „Þetta var mjög erfitt fyrir 2-3 vikum þegar ég fékk lítið að spila og ég veit ekki hvort ég hefði svarað þessari spurningu játandi þá. En innst inni veit ég að það er verið að koma mér inn í málin hægt og rólega og því er ég nokkuð sáttur. Ég er líka ánægður með að fá jólafrí í fyrsta sinn í 5-6 ár og hlakka mikið til að koma heim í snjóleysið á Íslandi."
Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Sjá meira