Sýning hjá Arsenal-liðinu og létt hjá Real gegn AC Milan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2010 20:34 Cesc Fabregas fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Arsenal, Real Madrid og Bayern Munchen unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld og eru með fullt hús eftir þrjár umferðir alveg eins og Chelsea sem vann sinn leik fyrr í dag. Arsenal fór á kostum og burstaði úkraínska liðið Shakhtar Donetsk 5-1 í toppleiknum í H-riðli. Arsenal-liðið er því með 9 stig af 9 mögulegum, með markatöluna 14-2 og með miklu betri innbyrðisstöðu en Shakhtar sem er áfram í 2. sætinu. Alex Song kom Arsenal í 1-0 á 20. mínútu eftir mistök markvarðar Shakhtar Donetsk og Song lagði síðan upp annað markið fyrir Samir Nasri sem Nasi skoraði á glæsilegan hátt tveimur mínútum fyrir hálfleik. Cesc Fabregas lék sinn fyrsta leik með Arsenal í langan tíma og kom Arsenal í 3-0 á 59. mínútu þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu. Jack Wilshere skoraði fjórða markið eftir frábæra sókn Arsenal sex mínútum síðar og Marouane Chamakh kom Arsenal í 5-0 eftir stungusendingu frá Samir Nasri. Eduardo da Silva kom inn á sem varamaður og náði að minnka muninn í lokin á móti sínum gömlu félögum. Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid eru í miklu stuði þessa daganna og þeir voru komnir í 2-0 á fyrstu fjórtán mínútum leiksins á móti AC Milan. Real-liðið gat bætt við mörkum en fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Jose Mourinho eru þar með með fullt hús og fimm stigum meira en AC Milan sem er áfram í 2. sæti riðilsins. Cristiano Ronaldo skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu á 13. mínútur og lagði upp annað markið fyrir Mesut Özil aðeins mínútu síðar. Bayern Munchen er með líka með fullt hús í E-riðli og sex stiga forskot á Roma eftir að ítalska liðið tapaði 1-3 á heimavelli á móti svissneska liðinu Basel. Bayern vann 3-2 sigur á rúmenska liðinu Cluj þrátt fyrir að Rúmenarnir hafi skorað fjögur mörk í leiknum. Ricardo Cadu kom Cluj yfir á móti Bayern í Munchen en skoraði síðan sjálfsmark aðeins fjórum mínútum síðar. Sex mínútum síðar var Bayern komið yfir eftir annað sjálfsmark hjá leikmönnum rúmenska liðsins. Mario Gomez kom Bayern í 3-1 sigur á 77. mínútu með fyrsta marki leikmanna Bayern í leiknum en Juan Culio minnkaði muninn í 3-2 fjórum mínútum fyrir leikslok.Úrslit leikja og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillRoma-Basel 1-3 0-1 Alexander Frei (12.), 1-1 Marco Borriello (21.), 1-2 Samuel Inkoom (44.), 1-3 Cabral (90.)Bayern Munchen-Cluj 3-2 0-1 Ricardo Cadú (28.), 1-1 Sjálfsmark Cadú (32.), 2-1 Sjálfsmark Panin (38.), 3-1 Mario Gomez (77.), 3-2 Juan Culio (86.)F-riðillSpartak Moskva-Chelsea 0-2 0-1 Yuri Zhirkov (23.), 0-2 Nicolas Anelka (43.)Marseille-Zilina 1-0 1-0 Souleymane Diawara (49.)G-riðillReal Madrid-AC Milan 2-0 1-0 Cristiano Ronaldo (13.), 2-0 Mesut Özil (14.) Ajax-Auxerre 2-1 1-0 Demy de Zeeuw (7.), 2-0 Luis Suárez (41.), 2-1 Valter Birsa (57.)H-riðillArsenal-Shakhtar Donetsk 5-1 1-0 Alex Song (20), 2-0 Samir Nasri (43.), 3-0 Cesc Fabregas, víti (59.), 4-0 Jack Wilshere (65.), 5-0 Marouane Chamakh (69.), 5-1 Eduardo da Silva (82.)Sporting Braga-Partizan Belgrad 2-0 1-0 Lima (35.), 2-0 Matheus (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira