Teitur: Fór aðeins yfir strikið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2011 13:30 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Anton Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“ Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta. KR er komið í 2-1 í rimmunni og getur tryggt sér titilinn í kvöld með sigri í fjórða leik liðanna sem fer fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Teitur sagði eftir leikinn á sunnudagskvöldið að dómararnir hefðu dæmt með KR-ingum seinni hálfleiknum og að hver einasta snerting hefði kostað Stjörnumenn villu. „Ég held að ég hafi farið aðeins yfir strikið. Þegar ég horfði á leikinn aftur sá ég að við vorum klaufar í mörgum tilfellum. Það voru ýmis atriði sem komu mér úr jafnvægi og ég má ekki láta það gerast, frekar en leikmenn liðsins,“ sagði Teitur við Vísi í kvöld. „Þegar reiðin rann af manni þá sér maður þetta í öðru ljósi.“ „Ég treysti dómurunum til að sinna sínu starfi af sinni bestu getu,“ bætti Teitur við. Hann segir að leikur kvöldsins leggist vel í sig og að ekkert sé tapað fyrirfram. Stjörnumenn ætli sér að knýja fram oddaleik í einvíginu í kvöld. Líklegt er að þeir þurfi þá að stöðva hinn sjóðheita Marcus Walker til þess en hann hefur farið á kostum í úrslitakeppninna. Varnarleikur KR hefur einnig verið hrósað mikið en Teitur segir að Stjörnumenn geti fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. „Ég er ekkert sammála öllum um að varnarleikur KR hafi verið það öflugur í þriðja leikhluta,“ sagði Teitur en í þá skoruðu Stjörnumenn aðeins níu stig. „Við fengum margoft galopin skot sem við nýtum vanalega en gerðum ekki í þetta skiptið. Við áttum hreinlega að koamst yfir á þessum kafla en skotin fóru ekkert ofan í.“ „Þá fóru KR að hitta, flestir minna leikmanna komnir með fjórar villur og þá var þetta orðið erfitt.“ „En í kvöld þurfum við að klára allar 40 mínúturnar í leiknum eins og við gerðum í síðasta leik í Ásgarði. Þar líður okkur vel, þetta er körfurnar okkar og við höfum ekki tapað þar síðan í janúar. Við munum gera allt sem við getum til að fá oddaleik.“ „Við erum sífellt að reyna bregðast við Marcus. Við teljum að hann sé að gera gæfumuninn fyrir KR. Þar er hraðinn í þessu liði og við höfum verið að reyna að finna leiðir til að hægja á honum því þegar við náum að stilla upp og spila fimm á móti fimm þá líður okkur mjög vel.“ „Hingað til hafa þeir þó verið að skora 50-60 stig úr hraðaupphlaupum með því að fá lay-up, vítaskot eða opin þriggja stigaskot og allt innan fimm sekúndna. Við viljum láta þetta snúast um fimm á fimm körfubolta þar sem við erum miklu betri. Ef það tekst verðum við í góðum málum.“ „Við þurfum að mæta þeim af hörku strax frá fyrstu mínútu og láta þá hafa fyrir hlutunum - og trúa síðan því sem við gerum vel hinum megin.“
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Sjá meira