Syrianska hélt sér uppi á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2011 22:45 Stuðningsmenn Syrianska á góðum degi. Nordic Photos / AFP Syrianska hafði í dag betur gegn Ängelholm, 3-1, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Samanlagt vann Syrianska 4-3 sigur en liðið komst áfram á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma. Heiðar Geir Júlíusson er á mála hjá Ängelholm og var á varamannabekk liðsins í dag. Ängelholm hafnaði í þriðja efsta sæti sænsku B-deildarinnar og vann fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli á fimmtudaginn síðastliðinn. Liðin mættust svo öðru sinni í kvöld og eftir að Syrianska komst 2-1 yfir á 65. mínútu leit lengi vel út fyrir að framlengja þyrfti leikinn. Það er að segja þar til að David Bennhage, leikmaður Ängelholm, varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net í uppbótartíma. Allt ætlaði um koll að keyra og leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Syrianska fögnuðu sem óðir væru. Myndband af atvikinu má sjá hér. Þess má geta að Syrianska nýtur stuðnings víða um heim þar sem liðið er eingöngu skipað leikmönnum af assýrískum uppruna. Flestir af þeim uppruna búa í Írak og Sýrlandi en einnig margir í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Jórdaníu. Þar sem þessi þjóðflokkur á sér ekki heimaland og þar af leiðandi ekki sitt eigið knattspyrnulandslið líta margir á Syrianska sem þeirra landslið. Liðið er því dyggilega stutt um allan heim og hafa því margir sjálfsagt fagnað úrslitunum í dag. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Syrianska hafði í dag betur gegn Ängelholm, 3-1, í umspili um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Samanlagt vann Syrianska 4-3 sigur en liðið komst áfram á dramatísku sjálfsmarki í uppbótartíma. Heiðar Geir Júlíusson er á mála hjá Ängelholm og var á varamannabekk liðsins í dag. Ängelholm hafnaði í þriðja efsta sæti sænsku B-deildarinnar og vann fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli á fimmtudaginn síðastliðinn. Liðin mættust svo öðru sinni í kvöld og eftir að Syrianska komst 2-1 yfir á 65. mínútu leit lengi vel út fyrir að framlengja þyrfti leikinn. Það er að segja þar til að David Bennhage, leikmaður Ängelholm, varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net í uppbótartíma. Allt ætlaði um koll að keyra og leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn Syrianska fögnuðu sem óðir væru. Myndband af atvikinu má sjá hér. Þess má geta að Syrianska nýtur stuðnings víða um heim þar sem liðið er eingöngu skipað leikmönnum af assýrískum uppruna. Flestir af þeim uppruna búa í Írak og Sýrlandi en einnig margir í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Jórdaníu. Þar sem þessi þjóðflokkur á sér ekki heimaland og þar af leiðandi ekki sitt eigið knattspyrnulandslið líta margir á Syrianska sem þeirra landslið. Liðið er því dyggilega stutt um allan heim og hafa því margir sjálfsagt fagnað úrslitunum í dag.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira