Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 19:00 Mynd/AP Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira