Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum 31. mars 2011 05:30 Bíða eftir pakkanum Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjaraviðræðum og blása í glæður efnahagslífsins.Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira