Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað 19. apríl 2011 04:30 Jens SToltenberg og José Manuel Barroso Skriður komst á málin hjá Evrópusambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. nordicphotos/AFP Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira