Fasteignaviðskipti glæðast 21. apríl 2011 05:00 Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér og mikið um að fyrstu kaupendur sé að koma út á markaðinn. Þetta er mat Grétars Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Eftirspurn eftir húsnæði er mun meiri en áður og alveg ljóst að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Grétar. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 668 í 1.115, eða um tæp 70 prósent, milli áranna 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Borið er saman tímabilið frá 1. janúar til 14. apríl. Verðmæti kaupsamninga á þessu tímabili í ár er rúmir 34 milljarðar króna en var rúmir 19 milljarðar í fyrra. Árið 2008 var þinglýst 1.267 kaupsamningum á sama tímabili og var verðmæti þeirra um 45,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefur orðið veruleg aukning í umsóknum einstaklinga undanfarna mánuði. Útlán til þeirra hafa aukist um helming á milli ára, eða um 2 milljarða króna. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó lítils háttar samdrátt vera í útlánum yfir heildina. „Útlán til leigufélaga hafa dregist saman um 79,2 prósent, eða um 24 milljarða, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Sigurður. Hann segir útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um 400 milljónir, eða um 6,5 prósent, á tímabilinu frá ársbyrjun til 13. apríl. „Þetta tók tíma en einstaklingsmarkaðurinn er að taka við sér,“ segir Sigurður og bætir við að fólk sem hafi fengið greiðsluaðlögun vegna 110 prósent lána sé að koma aftur út á markaðinn. Spár um lækkandi verð fasteigna hafa ekki gengið eftir en verð á fasteignum hefur nær staðið í stað síðustu tólf mánuði. - sv Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn er að taka við sér og mikið um að fyrstu kaupendur sé að koma út á markaðinn. Þetta er mat Grétars Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags fasteignasala. „Eftirspurn eftir húsnæði er mun meiri en áður og alveg ljóst að markaðurinn er að taka við sér,“ segir Grétar. Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði úr 668 í 1.115, eða um tæp 70 prósent, milli áranna 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Borið er saman tímabilið frá 1. janúar til 14. apríl. Verðmæti kaupsamninga á þessu tímabili í ár er rúmir 34 milljarðar króna en var rúmir 19 milljarðar í fyrra. Árið 2008 var þinglýst 1.267 kaupsamningum á sama tímabili og var verðmæti þeirra um 45,5 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði hefur orðið veruleg aukning í umsóknum einstaklinga undanfarna mánuði. Útlán til þeirra hafa aukist um helming á milli ára, eða um 2 milljarða króna. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir þó lítils háttar samdrátt vera í útlánum yfir heildina. „Útlán til leigufélaga hafa dregist saman um 79,2 prósent, eða um 24 milljarða, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir Sigurður. Hann segir útlán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um 400 milljónir, eða um 6,5 prósent, á tímabilinu frá ársbyrjun til 13. apríl. „Þetta tók tíma en einstaklingsmarkaðurinn er að taka við sér,“ segir Sigurður og bætir við að fólk sem hafi fengið greiðsluaðlögun vegna 110 prósent lána sé að koma aftur út á markaðinn. Spár um lækkandi verð fasteigna hafa ekki gengið eftir en verð á fasteignum hefur nær staðið í stað síðustu tólf mánuði. - sv
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira