Biskupinn fékk bréf til andmæla 11. maí 2011 07:00 karl sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira