Vilja að Vatnsberinn verði í Austurstræti 12. maí 2011 06:45 Vatnsberinn í Austurstræti „Þar sem borgarstjóri hefur bæði óskað eftir styttu af konu í miðbæinn og lýst yfir áhuga á að færa Vatnsberann má hér alla vega slá þrjár flugur í einu höggi,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs borgarinnar.Samsett mynd/Vilhelm Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Borgaryfirvöld vinna nú að því að flytja höggmynd Ásmundar Sveinssonar af Vatnsberanum úr Öskjuhlíð niður í miðbæ þar sem henni var upphaflega ætlaður staður árið 1949. Þegar Vatnsberinn var pantaður hjá Ásmundi var listaverkinu ætlaður staður á horni Bankastrætis og Lækjargötu. Þegar höggmyndin var tilbúin spruttu hins vegar upp miklar deilur þar sem margir töldu myndina sem var gefin af konunni með vatnsföturnar einfaldlega ljóta. „Hún var sögð of digur, herðasigin og ekki nógu leggjalöng,“ segir í greinargerð umhverfis- og samgöngusviðs um flutning styttunnar, sem endaði í Litluhlíð í Öskjuhlíð árið 1967 eftir að hafa fram að því staðið við vinnustofu listamannsins við Sigtún. „Nú skilur fólk almennt hvernig listamaðurinn túlkar erfiði alþýðufólks með því að láta átökin og þyngslin umbreyta formgerð líkamans,“ segir hins vegar í greinargerðinni. „Nú er lag að leiðrétta þetta og bjóða Vatnsberann heim í miðbæinn úr útlegðinni,“ segir áfram í greinargerðinni, þar sem stungið er upp á því að Vatnsberinn verði á miðju Austurstræti þar sem nú er ekið inn í götuna frá Lækjargötu „til að gefa í skyn að gatan sé fyrir fótgangandi“. Meirihlutinn í skipulagsráði hefur samþykkt flutning styttunnar fyrir sitt leyti en fulltrúar sjálfstæðismanna sátu hjá. Í menningar- og ferðamálaráði segist meirihlutinn ekki leggjast gegn hugmyndinni en vill að verkið sé fært frá götunni svo „það líti ekki út eins og vegatálmi“. Sjálfstæðismenn í ráðinu sátu hjá og sögðu í bókun að þótt margt jákvætt væri við að flytja styttuna lægi ekki fyrir nógu greinargóð mynd af því hvar hún yrði staðsett og umhverfi í kringum hana háttað. Mörgum spurningum væri ósvarað. „Fram hefur komið að setja eigi styttuna niður til reynslu í eitt ár og því muni gefast tími til að endurskoða þá hluti betur síðar. Hins vegar telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að vanda eigi til verksins nú, vilja sjá betur útfærðar hugmyndir ekki síst vegna þess að oft er hætta á því að bráðabirgðaframkvæmdir standi mun lengur óbreyttar en til stóð í upphafi,“ bókuðu sjálfstæðismenn í menningar- og ferðamálaráði. [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira