Hagstjórnarmistök gætu leitt til hruns 13. maí 2011 04:30 rangt að hækka skatta í miðri kreppu Ragnar Árnason hagfræðiprófessor segir að allt hefði átt að gera til að koma fólki í vinnu. Þess í stað hafi bótakerfið verið styrkt og álögur á fyrirtæki verið auknar. Afleiðingin verði sú að atvinnuleysi aukist. Fréttablaðið/Anton Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Röng skattastefna vinstristjórnarinnar í dýpsta samdráttarskeiði landsins í tæp hundrað ár án hagvaxtar gæti valdið því að ríkið yrði gjaldþrota eftir þrjú til fjögur ár. Þetta fullyrðir Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. „Ríkið hækkar skatta og gjöld og leitar uppi nýja skattstofna. Það er ógn við framtak og atvinnurekstur,“ segir hann. Ragnar var með erindi um tengsl skatta og hagvaxtar á morgunverðarfundi Deloitte í gær ásamt Völu Valtýsdóttur, sviðsstjóra skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins. Ragnar fór harkalegum orðum um stjórnvöld. Hann benti á að íslenskt hagkerfi hefði dregist saman um næstum ellefu prósent á síðastliðnum þremur árum, þar af um 3,5 prósent í fyrra. Hefði verið haldið rétt á spilunum hefði hagvöxtur þvert á móti getað orðið allt að 2,0 prósent í fyrra eins og í mörgum löndum hins vestræna heims. Háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki, árásir á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og ráðaleysi stjórnvalda í mörgum málum hefðu hins vegar gert illt verra, í raun valdið því að hagvöxtur hefði orðið 5,5 prósentum lægri en ella og landsmenn því tapað áttatíu milljörðum króna, samkvæmt útreikningum hans. Ragnar sagði mikilvægt að gera allt til að byggja undir hagvöxt, þar á meðal að koma því fólki í vinnu sem vildi vinna. Hefði það verið gert í fyrra hefði hagvöxtur getað orðið sex til átta prósent, tekjur ríkisins aukist og stjórnvöld getað greitt niður skuldir. „Það er nauðsynlegt að gera vinnu ábatasamari. Allir þurfa að sjá sér hag í því að fara út á vinnumarkað,“ sagði Ragnar og bætti við að í stað þess að lokka fólk út á vinnumarkað hefði bótakerfið verið styrkt og auknar byrðar verið lagðar á herðar atvinnurekenda. Það skilaði þveröfugum áhrifum, fólk sæi hag sínum betur borgið að vera á atvinnuleysisbótum en í vinnu og fyrirtæki gætu ekki ráðið fólk vegna hækkunar á sköttum og gjöldum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira