Forsprakki vélhjólagengis í einangrun 14. maí 2011 08:30 Litla-Hraun Mennirnir sitja í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni. Forsprakki vélhjólagengisins Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólarhring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Ríkharð og Davíð Freyr voru handteknir í Hafnarfirði á miðvikudag eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð er karlmaður á þrítugsaldri. Hann var með áverka víða á líkamanum og er meðal annars nefbrotinn. Talið er að barsmíðarnar hafi jafnvel farið fram á fleiri en einum stað. Sá sem ráðist var á er í tengslum við Black Pistons en er ekki fullgildur meðlimur. Á dvalarstað árásarmannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var lagt hald á bæði fíkniefni í neysluskömmmtum og ýmis barefli. Við aðgerðina í fyrradag naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Árásarmennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ríkharð hlaut tveggja ára fangelsisdóm haustið 2009 fyrir að hafa, í félagi við annan mann, kveikt í húsi við Kleppsveg þar sem maður var innandyra. Sá komst út við illan leik. [email protected] Fréttir Tengdar fréttir Óttast átök Black Pistons og Hells Angels Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. 14. maí 2011 04:00 Við munum ekki líða neina vitleysu „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 14. maí 2011 07:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Forsprakki vélhjólagengisins Black Pistons, Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólarhring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Ríkharð og Davíð Freyr voru handteknir í Hafnarfirði á miðvikudag eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð er karlmaður á þrítugsaldri. Hann var með áverka víða á líkamanum og er meðal annars nefbrotinn. Talið er að barsmíðarnar hafi jafnvel farið fram á fleiri en einum stað. Sá sem ráðist var á er í tengslum við Black Pistons en er ekki fullgildur meðlimur. Á dvalarstað árásarmannanna, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, var lagt hald á bæði fíkniefni í neysluskömmmtum og ýmis barefli. Við aðgerðina í fyrradag naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Árásarmennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þeir hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ríkharð hlaut tveggja ára fangelsisdóm haustið 2009 fyrir að hafa, í félagi við annan mann, kveikt í húsi við Kleppsveg þar sem maður var innandyra. Sá komst út við illan leik. [email protected]
Fréttir Tengdar fréttir Óttast átök Black Pistons og Hells Angels Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. 14. maí 2011 04:00 Við munum ekki líða neina vitleysu „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 14. maí 2011 07:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Óttast átök Black Pistons og Hells Angels Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. 14. maí 2011 04:00
Við munum ekki líða neina vitleysu „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. 14. maí 2011 07:45