Fólk sniðgangi lambakjöt 16. júlí 2011 07:00 Gylfi Arnbjörnsson. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið. Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mótmælir harðlega nýrri viðmiðunarverðskrá Landssambands sauðfjárbænda, en í henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi segir þetta algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu og hvetur landsmenn til að mótmæla með því að hætta að kaupa lambakjöt. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Gylfi segir þetta sýna að nauðsynlegt sé að fella niður innflutningsvernd á lambakjöti. Ófært sé að bændur fari með afurðina til annarra landa þegar verðið er hagstætt og framkalli skort innanlands og hækki verðið á vörunni hérlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að ekki sé sjálfgefið að hækkunin leiti út í verðlagið. Hagræðing hafi orðið í slátrun og innistæða sé fyrir hærra verði til bænda. Þá áréttar hann að um nokkurs konar væntingavísitölu bænda sé að ræða sem sláturleyfishafar fari ekki endilega eftir. Hann þorir þó ekki að lofa því að hækkunin komi ekki fram í verðlagi. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir hækkunina vondar fréttir fyrir íslenska neytendur. Hún segist ekki fá séð að hærra afurðaverð erlendis eigi að endurspeglast á innlendum mörkuðum. „Ég hef fullan skilning á því að aðföng og ýmis kostnaður bænda hafi hækkað mikið, en það hefur svo sannarlega gerst hjá heimilunum í landinu líka.“ Þórunn segir hækkanirnar úr takti við þau fyrirheit sem gefin hafi verið í kjarasamningum undanfarið. Undir það tekur Gylfi. Hann segir fráleitt að bændur velti kostnaði yfir á neytendur og segir þetta minna á samráð á grænmetismarkaði í Öskjuhlíð um árið.
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira