Umfjöllun fjölmiðla leiðir til rannsókna 26. ágúst 2011 06:00 Forstjóri Kauphallarinnar segir afar mikilvægt fyrir markaðinn að fjölmiðlar séu gagnrýnir. fréttablaðið/gva Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Pá[email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Umfjöllun fjölmiðla um fjárhagsstöðu fyrirtækja og stofnana hefur verið kveikja að athugunum Kauphallar Íslands sem enda með fjársekt í um 40 prósentum tilvika, síðan í nóvember 2008. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, kveður almennt aðhald fjölmiðla og ýmissa annarra óformlegra eftirlitsaðila vera afar áhrifamikið á markaðnum. „Fjölmiðlar eru klárlega meðal mikilvægustu óformlegu eftirlitsaðila á markaði. Það er gríðarlega mikilvægt að þeir séu mjög gagnrýnir,“ segir Páll og bætir við að starfsmenn fyrirtækja og skortsalar séu einnig afar áhrifamiklir eftirlitsaðilar. Hann vitnar þar í nýlega bandaríska rannsókn sem gerð var á fjárhagslegu misferli stórra fyrirtækja og leiddi í ljós að formlegir eftirlitsaðilar voru sjaldnast ástæða þess að fjárhagslegt misferli komst upp. „Það hefur verið mín afstaða, og okkar, að sérstaklega fyrir hrun hafi þetta verið veikleiki á markaðnum,“ segir Páll. Í tíu skiptum af 26 er umfjöllun fjölmiðla gefin upp sem upphafleg ástæða Kauphallarinnar á að beita fyrirtæki févíti. Sektarupphæðir nema í flestum tilvikum 1,5 milljónum króna, en hæsta sektin var fjórar milljónir árið 2008, til Exista hf. Eins og áður sagði hefur Kauphöllin sektað 26 sinnum síðan í nóvember 2008. Alls hafa 14 fyrirtæki verið beitt févíti, en sex þeirra hafa tvisvar verið sektuð og eitt, Bakkavör Group hf., í þrígang. Umfjöllun fjölmiðla var í öll þrjú skiptin kveikjan að athugunum Kauphallarinnar á fjárfestingarfélaginu. „Þetta er í sjálfu sér mjög eðilegt og áhugavert. Oft á tíðum snúast þessi mál um jafnræði fjárfesta að upplýsingum. Þá er þetta dæmi um augljós brot á þeirri grundvallarreglu sem skráð félög eiga að hafa í heiðri,“ segir Pá[email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira