Skoða greiðslur til að jafna launamun 28. september 2011 03:00 Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir kynnti í vor svokallaða jafnlaunapotta fyrir stjórnvöldum og vildi samvinnu um útfærslu á greiðslum úr þeim strax. fréttablaðið/vilhelm Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Sérstakur starfshópur, sem ríkisstjórnin skipar í samráði við heildarsamtök ríkisstarfsmanna í kjölfar setningar jafnlaunastaðals, á að fylgja eftir áherslum um að uppræta kynbundinn launamun meðal ríkisstarfsmanna. Starfshópurinn, sem á að skila áfangaskýrslu í upphafi árs 2012 og 2013, á jafnframt að horfa til þeirra aðferða sem stjórnvöld í Noregi og Svíþjóð hafa gripið til í baráttunni gegn launamun kynjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra rituðu Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, í lok maí síðastliðins. „Við höfðum í aðdraganda kjarasamninganna, farið á fund þessara ráðherra og kynnt fyrir þeim hugmynd SFR sem við tókum í fangið um svokallaða jafnlaunapotta sem eru að norskri fyrirmynd. Úr þeim er greitt til stétta þar sem konur eru að minnsta kosti 60 prósent starfsmanna og launamunur kynjanna mælanlegur. Við reyndum að fá ríkisstjórnina með okkur í vinnu um útfærslu á þessu núna á meðan verið væri að leiðrétta muninn. Við fengum það ekki í gegn. Við fengum hins vegar viljayfirlýsingu um að til viðbótar jafnlaunastaðlinum yrði tekið mið af þeim línum sem verkalýðshreyfingar í Noregi og Svíþjóð hafa lagt.“ Í bréfi ráðherranna til Elínar segir að stjórnvöldum sé ljóst að vinna starfshópsins kunni að leiða til þess að sýnt verði fram á óútskýrðan launamun sem bregðast þurfi við á viðeigandi hátt. „Það þýðir ekkert annað en að það verði að greiða þann mun,“ segir Elín. Þriggja ára vinnu Staðlaráðs að jafnlaunastaðli er að ljúka og hafa fulltrúar úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja tekið þátt í vinnunni. Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaganna verði náð. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal en samkvæmt honum er verðmæti starfa meðal annars metið, að sögn Hildar Jónsdóttur, sérfræðings stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Þónokkur fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á að fá svokallaða jafnlaunaúttekt hjá PwC, að sögn Elínar Hlífar Helgadóttur ráðgjafa. „Hjá okkur er ekki um starfamat að ræða. Við greinum kynbundinn launamun þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem geta haft áhrif. Eftirspurn eftir jafnlaunaúttekt varð talsvert meiri í fyrra en áður. Það virðist sem fyrirtæki séu að taka þessi mál í gegn hjá sér.“ [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira