Pálmi Rafn: Þetta er alveg hræðilegt ástand Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2011 07:00 Pálmi Rafn Pálmason vonast til þess að finna sér lið á Norðurlöndunum. Mynd/Valli „Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira