Stórkostlegt sigurmark Messi gegn Atletico Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 20:00 Dani Alves fagnaði marki sínu vel í kvöld. Nordic Photos / Getty Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira
Lionel Messi var hetja Barcelona í 2-1 útisigri á Atletico Madrid. Í stöðunni 1-1 benti fátt til þess að Börsungar tryggðu sér sigur. Þá tók Argentínumaðurinn snjalli til sinna ráða og skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Átta mínútur lifðu leiks þegar Barcelona fékk aukaspyrnu á vítateigshorninu. Lionel Messi var fljótur að hugsa. Hann sá að Courtois, markvörður Atletico, var út við nærstöng að stilla upp vegg sínum. Messi skaut hnitmiðuðu skoti upp í markvinkilinn fjær, óverjandi fyrir Courtois. Stórkostlegt mark sem verðskuldaði að tryggja Börsungum stigin þrjú. Börsungar byrjuðu leikinn betur. Messi taldi sig hafa komið gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik en því miður fyrir hann var dæmd á hann hendi. Líklega réttur dómur en fullstrangt var gula spjaldið sem fylgdi dóminum. Nokkrum mínútum fyrir leikhléið tættu gestirnir vörn heimamanna í sundur. Messi lagði boltann á Fabregas sem sendi fyrir markið frá vinstri á Brasilíumanninn Dani Alves sem skoraði af stuttu færi. Heimamenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og uppskáru fljótlega jöfnunarmark. Þar var á ferðinni Kólumbíumaðurinn Falcao með sitt 15. mark á leiktíðinni. Falcao, sem kom til Atletico frá Porto fyrir þessa leiktíð, er markahæstur „venjulegra leikmanna" á Spáni. Knattspyrnuguðirnir Ronaldo og Messi eru sem fyrr í sérflokki þegar kemur að markaskorun þar í landi, Ronaldo með 29 mörk og Messi 28. Það var svo Messi sjálfur sem tryggði Börsungum sigur með snilld úr eigin smiðju skömmu fyrir leikslok eins og áður var fjallað um. Juanfran, bakvörður Atletico, fékk reyndar dauðafæri til þess að jafna undir lokin en Victor Valdes, hinn vanmetni markvörður Börsunga, varði vel af stuttu færi. Barcelona er tíu stigum á eftir Real Madrid í toppbaráttunni. Ýmislegt þarf að gerast til þess að Börsungar verji titil sinn en hann hefði líkast til verið úr sögunni hefði liðið tapað stigum í Madríd í kvöld. Barcelona hefur átt erfitt uppdráttar á Vicente Calderon vellinum í Madrid undanfarin ár. Til að mynda er þetta eini völlurinn sem Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur þurft að sætta sig við tap oftar en einu sinni. Staðan í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Sjá meira