Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-89 | Grindavík 1-0 yfir Stefán Árni Pálsson í Röstinni skrifar 23. apríl 2012 18:30 Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og náðu 10 stiga forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. Það tók nýliðana úr Þorlákshöfn smá stund að hrista af sér sviðsskrekkinn. Staðan var 14-4 fyrir Grindavík þegar Þórsarar settu niður fjórar þriggja stiga körfur í röð og komu sér inn í leikinn á ný. Sóknarleikurinn var allsráðandi í fyrsta leikhluta og lítið var um öflugan varnarleik. Darrin Govens, leikstjórnandi Þórs hafði hægt um sig í sókninni til að byrja með og hann skoraði fyrstu stig sín í leiknum þegar 30 sek. lifðu af fyrsta leikhluta. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 29-26 fyrir heimamenn. Þórsarar reyndu mikið af langskotum og þá sérstaklega þriggja stiga skotum í öðrum leikhluta. Það gekk ekki nógu vel. Þórsarar tóku alls 20 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en aðeins 6 þeirra fóru rétta leið. Grindvíkingar náðu aftur 10 stiga forskot þegar 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 50-40. Og tólf stiga munur var á liðunum í hálfleik 56-44. Varnarleikur Þórs í fyrri hálfleik var lélegur og Grindvíkingar höfðu oft ansi lítið fyrir því að skora einn á móti einum. Skotnýting heimamanna í fyrri hálfeik var gríðarlega góð. Liðið var með 83% nýtingu í þriggja stiga skotunum, 5 af alls 6 skotum fóru rétta leið. Stór munur var einnig á liðunum í stoðsendingunum. Grindvíkingar létu boltann ganga vel á milli sín í sókninni og var liðð með alls 18 stoðsendingar í fyrri hálfleik gegn 9 stoðsendingum Þórs. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs lét sína menn leika svæðisvörn í upphafi síðari hálfleiks. Það byrjað ekki vel þar sem að J'Nathan Bullock skoraði þriggja stiga körfu í fyrstu sókn Grindvíkinga. Heimamenn héldu Þórsurum í 12-14 stigum frá sér en gestirnir léku svæðisvörnina frá upphafi til enda í þriðja leikhluta. Kannski að Benedikt hafi reynt að hvíla lykilmenn með þessum hætti. Giordan Watson leikstjórnandi Grindavíkur sýndi frábær tilþrif með stórkostlegri sendingu á Sigurð Þorsteinsson. Örugglega ein af betri sendingum tímabilsins. Blagoj Janev kveikti smá neista hjá Þór með tveimur þriggja stiga skotum sem fóru ofaní og minnkaði hann muninn í 7 stig. Bullock svaraði fyrir heimamenn með risatroðslu sem áhorfendur kunnu vel að meta. Staðan eftir þriðja leikhluta var 75-65. Fjórði leikhluti hófst af miklum krafti þar sem að bæði lið voru með sjóðheita leikmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar náði muninum í 6 stig, 84-78, þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Svæðisvörn Þórs hélt vatni og munurinn var aðeins 4 stig þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Bullock skoraði fáránlega þriggja stiga körfu þegar 3 mínútur voru eftir, spjaldið og ofaní og Guðmundur Jónsson svaraði fyrir Þór með þriggja stiga körfu. Staðan 91-89 og 2 mínútur eftir. Það gekk mikið á síðustu leikmínútuna.Grindavík tapaði boltanum tvisvar í röð og Þór gerði einnig slík mistök. Páll Axel Vilbergsson klúðraði þriggja stiga skoti þegar um 30 sek. voru eftir og Þórsarar fengu tækifæri til þess að jafna eða komast yfir. Guðmundur Jónsson tók þriggja stiga skot 11 sekúndum fyrir leikslok en hann hitti ekki. Þórsarar brutu á Jóhanni Árna Ólafssyni sem fór á vítalínuna. Hann hitti ekki úr báðum skotunum en Þórsarar náðu ekki frákastinu – og Grindvíkingar fengu innkast. Brotið var á Bullock sem tryggði sigurinn á vítalínunni, hann hitti úr báðum skotunum, lokatölur 93-89 Frábær leikur sem lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík-Þór Þorlákshöfn 93-89 (29-26, 27-18, 19-21, 18-24)Grindavík: J'Nathan Bullock 29/9 fráköst, Giordan Watson 16/4 fráköst/13 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/6 fráköst, Ryan Pettinella 8/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Ármann Vilbergsson 0Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 17/4 fráköst, Darrin Govens 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Joseph Henley 15/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 11, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Benedikt: Lykilatriði að vinna næsta leikBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ.„Þetta er svona leikur sem við viljum ekki spila en við viljum hafa meiri varnarleik í fyrirrúmi," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir tapið í kvöld. „Ég er nokkuð viss um það að við mætum sterkari til leiks í næsta leik en í kvöld voru þeir einfaldlega skrefinu á undan". „Við skiptum yfir í svæðisvörn í hálfleik en við réðum ekkert við þá í fyrri hálfleiknum. Þá fóru hlutirnir að ganga betur og liðið komst inn í leikinn. Við verðum bara að vinna á fimmtudaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér. Helgi Jónas: Eigum en eftir að vinna tvo leikiHelgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í kvöld.„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur en við eigum enn eftir að sigra tvívegis og því nóg eftir," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við lékum frábærlega í fyrri hálfleiknum en hleyptum þeim að óþörfum á ný inn í leikinn." „Þetta verður spennandi einvígi og næsti leikur á eftir að verða virkilega erfiður en við ætlum að vinna í Þorlákshöfn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Textalýsing blaðamanns frá leiknum:Leik lokið: Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi 93-89 en þetta var magnaður leikur sem gefur góð fyrirheit hvað koma skal.40.mín: J'Nathan Bullock setti niður tvö vítaskot og kom Grindavík fjórum stigum yfir þegar um átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þórsarar í sókn.40.mín: Staðan er 91-89 og ellefu sekúndur eftir af leiknum. Grindavík á tvö vítaskot.39.mín: Það eru tæplega tvær mínútur eftir af leiknum og staðan er 91-89 fyrir heimamenn, spennan er gríðarleg.36.mín: Þórsarar eru að koma svo sterkir til baka það er frábært að fylgjast með þeim. Síðustu mínútur leiksins verða æsispennandi en staðan er 86-84.34.mín Það munar bara fjórum stigum núna 84-80 og biluð spenna í Röstinni.32.mín: Grétar Ingi Erlingsson setur niður tvo þrista í röð en Grindvíkingar svara alltaf um leið. Staðan er 82-76 en gestirnir eru að komast meira inn í leikinn.30.mín: Þór frá Þorlákshöfn kom til baka undir lok þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í tíu stig. Staðan er 75-65 og þetta er galopinn leikur, það getur en allt gerst.28.mín :Tveir þristar í röð frá Blagoj Janev, leikmanni Þórs Þ., og staðan orðin 65-59.27.mín: Staðan er 66-53 þegar Grindvíkingar taka leikhlé. Manni finnst eins og Þórsarar séu aðeins að koma til baka en það er enn töluverður munur. Þeir þurfa að spýta í lófana.25.mín: Wartson er líklega að leika sinn allra besta leik í gula búningnum en Þórsarar ráða bara ekkert við hann. Staðan er 66-51 og gestirnir verða hreinlega að fara spila vörn.22.mín: Síðari hálfleikurinn byrjar illa fyrir Þór en Grindavík er komið með 14 stiga forystu 63-49.Hálfleikur: Þórsarar verða að vera mun grimmari þegar kemur að varnarleiknum en allar sóknaraðgerðir Grindvíkingar eru allt of auðveldar.20.mín:Þetta endaði ekki vel fyrir Þór Þ. en þeir eru 12 stigum undir í hálfleik. Staðan er 56-44 og leikur þeirra verður hreinlega að batna. Grindvíkingar fara aftur á móti á kostum og það getur fátt stöðvað þá í þessum ham.18.mín: Flottur kafli hjá heimamönnum en þeir eru komnir sjö stigum yfir 47-40.15.mín: Þórsarar eru loks vaknaðir og farnir að finna miðið í leikhlutanum. Staðan er 37-37 en þetta leit ekki vel út fyrir þá grænklæddu.13.mín: Þórsarar hafa ekki enn náð að koma boltanum í körfuna eftir þrjár mínútur í leikhlutanum.12.mín: Grindvíkingar byrja betur hér í öðrum leikhluta og staðan er orðin 31-26 en þvílík barátta sem er í þessum leik.10.mín: Frábær fyrsti leikhluti á enda runninn og staðan er 29-26 fyrir Grindavík. Þetta hlýtur að vera besti fyrsti fjórðungur í úrslitakeppninni. Boðar gott upp á framhaldið. Liðin hafa sett niður sjö þriggja stiga skot samanlagt á fyrsti tíu mínútum leiksins.6.mín: Þrír þristar í röð frá gestunum og staðan allt í einu orðin 18-18. Þetta er frábær leikur, gjörsamlega stórkostlegur.4.mín: Benedikt, þjálfari Þórs Þ., líst greinilega ekkert á blikuna og tekur leikhlé. Giordan Watson hefur gert sjö stig og gefið þrjár stoðsendingar rétt í byrjun leiks. Staðan er 16-9.3.mín: Grindvíkingar byrja sjóðandi heitir og eru strax komnir í 11-2, það er allt ofan í hjá heimamönnum núna.Fyrir leik: Þórsarar hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í úrslitakeppninni og þar á meðal er síðasta útileikur liðsins sem var á móti KR í undanúrslitunum. Engir nýliðar hafa náð því að vinna þrjá leiki í röð í úrslitakeppni.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa aðeins unnið 3 af síðustu 12 heimaleikjum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavíkurliðið hefur á sama tíma unnið 5 af 12 útileikjum sínum í úrslitunum.Fyrir leik: Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna þar á meðal fjögurra stiga sigur, 80-76, í Röstinni í Grindavík í desember. Grindvíkingar unnu fyrsta leik liðanna sem var í undanúrslitum Lengjubikarsins.Fyrir leik: Húsið er löngu orðið fullt og frábær stemmning í húsinu. Þetta er greinilega úrslitaeinvígi sem er að hefjastFyrir leik: Það eru liðin 27 ár síðan að félag, í sínum fyrsta leik í lokaúrslitum frá upphafi, náði að vinna á útivelli. Haukar afrekuðu það á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni 18. mars 1985 en Njarðvíkingar svöruðu með því að vinna næstu tvo leiki og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðan þá hafa Stjarnan (2011), Skallagrímur (2006), Tindastóll (2001) og KR (1989) öll tapað á útivelli í sínum fyrsta leik í lokaúrslitum. Keflavík (1989), Grindavík (1994) og Snæfell (2004) unnu öll sinn fyrsta leik í lokaúrslitum en þau voru öll á heimavelli.Fyrir leik: Þór úr Þorlákshöfn er ellefta félagið sem kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin karla var tekin upp 1984. Það eru bara Njarðvík (1984) og Keflavík (1989) sem náðu að vinna titilinn í fyrstu tilraun. Síðustu fimm "nýliðar" hafa allir tapað (Grindavík 1994, Tindastóll 2001, Snæfell 2004, Skallagrímur 2006 og Stjarnan 2011) Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira
Grindvíkingar sigruðu nýliða Þórs frá Þorlákshöfn 93-89 í fyrsta leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld.Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en næsti leikur fer fram í Þorlákshöfn á fimmtudaginn. Leikurinn í kvöld var stórskemmtilegur og lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík var með 12 stiga forskot í hálfleik, 56-44, en svæðisvörn Þórs virkaði vel í síðari hálfleik og lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Grindvíkingar byrjuðu af krafti og náðu 10 stiga forskoti strax á upphafsmínútum leiksins. Það tók nýliðana úr Þorlákshöfn smá stund að hrista af sér sviðsskrekkinn. Staðan var 14-4 fyrir Grindavík þegar Þórsarar settu niður fjórar þriggja stiga körfur í röð og komu sér inn í leikinn á ný. Sóknarleikurinn var allsráðandi í fyrsta leikhluta og lítið var um öflugan varnarleik. Darrin Govens, leikstjórnandi Þórs hafði hægt um sig í sókninni til að byrja með og hann skoraði fyrstu stig sín í leiknum þegar 30 sek. lifðu af fyrsta leikhluta. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 29-26 fyrir heimamenn. Þórsarar reyndu mikið af langskotum og þá sérstaklega þriggja stiga skotum í öðrum leikhluta. Það gekk ekki nógu vel. Þórsarar tóku alls 20 þriggja stiga skot í fyrri hálfleik en aðeins 6 þeirra fóru rétta leið. Grindvíkingar náðu aftur 10 stiga forskot þegar 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, 50-40. Og tólf stiga munur var á liðunum í hálfleik 56-44. Varnarleikur Þórs í fyrri hálfleik var lélegur og Grindvíkingar höfðu oft ansi lítið fyrir því að skora einn á móti einum. Skotnýting heimamanna í fyrri hálfeik var gríðarlega góð. Liðið var með 83% nýtingu í þriggja stiga skotunum, 5 af alls 6 skotum fóru rétta leið. Stór munur var einnig á liðunum í stoðsendingunum. Grindvíkingar létu boltann ganga vel á milli sín í sókninni og var liðð með alls 18 stoðsendingar í fyrri hálfleik gegn 9 stoðsendingum Þórs. Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs lét sína menn leika svæðisvörn í upphafi síðari hálfleiks. Það byrjað ekki vel þar sem að J'Nathan Bullock skoraði þriggja stiga körfu í fyrstu sókn Grindvíkinga. Heimamenn héldu Þórsurum í 12-14 stigum frá sér en gestirnir léku svæðisvörnina frá upphafi til enda í þriðja leikhluta. Kannski að Benedikt hafi reynt að hvíla lykilmenn með þessum hætti. Giordan Watson leikstjórnandi Grindavíkur sýndi frábær tilþrif með stórkostlegri sendingu á Sigurð Þorsteinsson. Örugglega ein af betri sendingum tímabilsins. Blagoj Janev kveikti smá neista hjá Þór með tveimur þriggja stiga skotum sem fóru ofaní og minnkaði hann muninn í 7 stig. Bullock svaraði fyrir heimamenn með risatroðslu sem áhorfendur kunnu vel að meta. Staðan eftir þriðja leikhluta var 75-65. Fjórði leikhluti hófst af miklum krafti þar sem að bæði lið voru með sjóðheita leikmenn fyrir utan þriggja stiga línuna. Þórsarar náði muninum í 6 stig, 84-78, þegar 7 mínútur voru eftir af leiknum. Svæðisvörn Þórs hélt vatni og munurinn var aðeins 4 stig þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum. Bullock skoraði fáránlega þriggja stiga körfu þegar 3 mínútur voru eftir, spjaldið og ofaní og Guðmundur Jónsson svaraði fyrir Þór með þriggja stiga körfu. Staðan 91-89 og 2 mínútur eftir. Það gekk mikið á síðustu leikmínútuna.Grindavík tapaði boltanum tvisvar í röð og Þór gerði einnig slík mistök. Páll Axel Vilbergsson klúðraði þriggja stiga skoti þegar um 30 sek. voru eftir og Þórsarar fengu tækifæri til þess að jafna eða komast yfir. Guðmundur Jónsson tók þriggja stiga skot 11 sekúndum fyrir leikslok en hann hitti ekki. Þórsarar brutu á Jóhanni Árna Ólafssyni sem fór á vítalínuna. Hann hitti ekki úr báðum skotunum en Þórsarar náðu ekki frákastinu – og Grindvíkingar fengu innkast. Brotið var á Bullock sem tryggði sigurinn á vítalínunni, hann hitti úr báðum skotunum, lokatölur 93-89 Frábær leikur sem lofar góðu fyrir framhaldið. Grindavík-Þór Þorlákshöfn 93-89 (29-26, 27-18, 19-21, 18-24)Grindavík: J'Nathan Bullock 29/9 fráköst, Giordan Watson 16/4 fráköst/13 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14, Þorleifur Ólafsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/6 fráköst, Ryan Pettinella 8/6 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 4/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Ómar Örn Sævarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Ármann Vilbergsson 0Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 17/4 fráköst, Darrin Govens 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Joseph Henley 15/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Grétar Ingi Erlendsson 11, Darri Hilmarsson 9/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5/6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Benedikt: Lykilatriði að vinna næsta leikBenedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs Þ.„Þetta er svona leikur sem við viljum ekki spila en við viljum hafa meiri varnarleik í fyrirrúmi," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þór frá Þorlákshöfn, eftir tapið í kvöld. „Ég er nokkuð viss um það að við mætum sterkari til leiks í næsta leik en í kvöld voru þeir einfaldlega skrefinu á undan". „Við skiptum yfir í svæðisvörn í hálfleik en við réðum ekkert við þá í fyrri hálfleiknum. Þá fóru hlutirnir að ganga betur og liðið komst inn í leikinn. Við verðum bara að vinna á fimmtudaginn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Benedikt með því að ýta hér. Helgi Jónas: Eigum en eftir að vinna tvo leikiHelgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, í kvöld.„Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur en við eigum enn eftir að sigra tvívegis og því nóg eftir," sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn. „Við lékum frábærlega í fyrri hálfleiknum en hleyptum þeim að óþörfum á ný inn í leikinn." „Þetta verður spennandi einvígi og næsti leikur á eftir að verða virkilega erfiður en við ætlum að vinna í Þorlákshöfn."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Helga með því að ýta hér. Textalýsing blaðamanns frá leiknum:Leik lokið: Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi 93-89 en þetta var magnaður leikur sem gefur góð fyrirheit hvað koma skal.40.mín: J'Nathan Bullock setti niður tvö vítaskot og kom Grindavík fjórum stigum yfir þegar um átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þórsarar í sókn.40.mín: Staðan er 91-89 og ellefu sekúndur eftir af leiknum. Grindavík á tvö vítaskot.39.mín: Það eru tæplega tvær mínútur eftir af leiknum og staðan er 91-89 fyrir heimamenn, spennan er gríðarleg.36.mín: Þórsarar eru að koma svo sterkir til baka það er frábært að fylgjast með þeim. Síðustu mínútur leiksins verða æsispennandi en staðan er 86-84.34.mín Það munar bara fjórum stigum núna 84-80 og biluð spenna í Röstinni.32.mín: Grétar Ingi Erlingsson setur niður tvo þrista í röð en Grindvíkingar svara alltaf um leið. Staðan er 82-76 en gestirnir eru að komast meira inn í leikinn.30.mín: Þór frá Þorlákshöfn kom til baka undir lok þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í tíu stig. Staðan er 75-65 og þetta er galopinn leikur, það getur en allt gerst.28.mín :Tveir þristar í röð frá Blagoj Janev, leikmanni Þórs Þ., og staðan orðin 65-59.27.mín: Staðan er 66-53 þegar Grindvíkingar taka leikhlé. Manni finnst eins og Þórsarar séu aðeins að koma til baka en það er enn töluverður munur. Þeir þurfa að spýta í lófana.25.mín: Wartson er líklega að leika sinn allra besta leik í gula búningnum en Þórsarar ráða bara ekkert við hann. Staðan er 66-51 og gestirnir verða hreinlega að fara spila vörn.22.mín: Síðari hálfleikurinn byrjar illa fyrir Þór en Grindavík er komið með 14 stiga forystu 63-49.Hálfleikur: Þórsarar verða að vera mun grimmari þegar kemur að varnarleiknum en allar sóknaraðgerðir Grindvíkingar eru allt of auðveldar.20.mín:Þetta endaði ekki vel fyrir Þór Þ. en þeir eru 12 stigum undir í hálfleik. Staðan er 56-44 og leikur þeirra verður hreinlega að batna. Grindvíkingar fara aftur á móti á kostum og það getur fátt stöðvað þá í þessum ham.18.mín: Flottur kafli hjá heimamönnum en þeir eru komnir sjö stigum yfir 47-40.15.mín: Þórsarar eru loks vaknaðir og farnir að finna miðið í leikhlutanum. Staðan er 37-37 en þetta leit ekki vel út fyrir þá grænklæddu.13.mín: Þórsarar hafa ekki enn náð að koma boltanum í körfuna eftir þrjár mínútur í leikhlutanum.12.mín: Grindvíkingar byrja betur hér í öðrum leikhluta og staðan er orðin 31-26 en þvílík barátta sem er í þessum leik.10.mín: Frábær fyrsti leikhluti á enda runninn og staðan er 29-26 fyrir Grindavík. Þetta hlýtur að vera besti fyrsti fjórðungur í úrslitakeppninni. Boðar gott upp á framhaldið. Liðin hafa sett niður sjö þriggja stiga skot samanlagt á fyrsti tíu mínútum leiksins.6.mín: Þrír þristar í röð frá gestunum og staðan allt í einu orðin 18-18. Þetta er frábær leikur, gjörsamlega stórkostlegur.4.mín: Benedikt, þjálfari Þórs Þ., líst greinilega ekkert á blikuna og tekur leikhlé. Giordan Watson hefur gert sjö stig og gefið þrjár stoðsendingar rétt í byrjun leiks. Staðan er 16-9.3.mín: Grindvíkingar byrja sjóðandi heitir og eru strax komnir í 11-2, það er allt ofan í hjá heimamönnum núna.Fyrir leik: Þórsarar hafa unnið þrjá síðustu leiki sína í úrslitakeppninni og þar á meðal er síðasta útileikur liðsins sem var á móti KR í undanúrslitunum. Engir nýliðar hafa náð því að vinna þrjá leiki í röð í úrslitakeppni.Fyrir leik: Grindvíkingar hafa aðeins unnið 3 af síðustu 12 heimaleikjum sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavíkurliðið hefur á sama tíma unnið 5 af 12 útileikjum sínum í úrslitunum.Fyrir leik: Þórsarar unnu báða deildarleiki liðanna þar á meðal fjögurra stiga sigur, 80-76, í Röstinni í Grindavík í desember. Grindvíkingar unnu fyrsta leik liðanna sem var í undanúrslitum Lengjubikarsins.Fyrir leik: Húsið er löngu orðið fullt og frábær stemmning í húsinu. Þetta er greinilega úrslitaeinvígi sem er að hefjastFyrir leik: Það eru liðin 27 ár síðan að félag, í sínum fyrsta leik í lokaúrslitum frá upphafi, náði að vinna á útivelli. Haukar afrekuðu það á móti Njarðvík í Ljónagryfjunni 18. mars 1985 en Njarðvíkingar svöruðu með því að vinna næstu tvo leiki og tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Síðan þá hafa Stjarnan (2011), Skallagrímur (2006), Tindastóll (2001) og KR (1989) öll tapað á útivelli í sínum fyrsta leik í lokaúrslitum. Keflavík (1989), Grindavík (1994) og Snæfell (2004) unnu öll sinn fyrsta leik í lokaúrslitum en þau voru öll á heimavelli.Fyrir leik: Þór úr Þorlákshöfn er ellefta félagið sem kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin karla var tekin upp 1984. Það eru bara Njarðvík (1984) og Keflavík (1989) sem náðu að vinna titilinn í fyrstu tilraun. Síðustu fimm "nýliðar" hafa allir tapað (Grindavík 1994, Tindastóll 2001, Snæfell 2004, Skallagrímur 2006 og Stjarnan 2011)
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Sjá meira