Tiger í efsta sæti með Petterson og Singh þegar PGA-mótið er hálfnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2012 11:00 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er að spila vel á PGA-meistaramótinu í golfi og á fínan möguleika á að vinna sitt fyrsta risamót síðan 2008. Woods er í efsta sæti þegar mótið er hálfnað ásamt þeim Vijay Singh og Carl Pettersson. Allir hafa þeir leikið fyrstu 36 holurnar á fjórum höggum undir pari. Tiger Woods lék annan hringinn á einu höggi undir pari en margir kylfingar lentu þá í vandræðum. Vijay Singh lék reyndar mjög vel eða á 69 höggum (3 högg undir pari) en Carl Pettersson, sem var í forystu eftir fyrsta daginn þurfti að sætta sig við hring upp á tvö högg yfir pari. Vijay Singh hefur unnið þrjú risamót á ferlinum en hefur eins og Woods þurft að bíða lengi eftir síðasta sigri eða í næstum því fjögur ár. Aðeins fjórir kylfingar náðu að leika undir pari á öðrum hringnum, Woods, Singh og svo þeir Phil Mickelson og Ian Poulter. Stutta spilið hefur gengið mjög vel hjá Tiger Woods á þessu móti en hann hefur aðeins þurft eitt pútt á 23 af 36 holum PGA-meistaramótsins til þessa. Tiger var í góðum málum á sama tíma á opna bandaríska meistaramótinu á dögunum en gekk þá illa á tveimur síðustu hringunum og endaði í 21. sæti.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira