Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. september 2012 18:07 "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
"Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira