Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 13:39 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GVA Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira